Sólskin - 01.07.1944, Side 10

Sólskin - 01.07.1944, Side 10
Rauðá, og þá voru það ekkert nema ónot, sem þeim fóru á milli. Ósamlyndið byrjaði í fullri alvöru, þegar Sóley og Líney voru fimm ára. Þá sagði Guð- finna einu sinni við Kolfinnu um leið og hún sökkti upp í fötunni: ,,Hún Sóley mín kann margar vísur“. ,,Ætli hún verði ekki fengin til að kveða rímur fyrir kónginn“, svaraði Kolfinna. ,,Þú mættir þakka fyrir, ef hún Líney gæti lært vísu“, sagði Guðfinna. „Líney er farin að bera á borð“, sagði Kol- finna. „Hún verður sjálfsagt eldabuska hjá drottn- ingunni“, svaraði Guðfinna. Álfkonurnar voru báðar orðnar svo reiðar, að þær þrifu vatnsföturnar og þrömmuðu heimleiðis með miklum pilsaþyt. Eftir tíu ár hittust þær enn við ána. Þá sagði Kolfinna: „Hún Líney mín er að sauma sér kjól“. „Gæti hún ekki saumað peysuföt handa biskupsfrúnni“, svaraði Guðfinna. „Þú mættir þakka fyrir, ef hún Sóley þín nennti að gera handarvik“, sagði Kolfinna. 8

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.