Sólskin - 01.07.1944, Síða 11

Sólskin - 01.07.1944, Síða 11
„Sóley kann að leika á orgel“, sagði Guð- finna. „Hún getur þá spilað í kirkjunni, þegar biskupinn messar næst“, svaraði Kolfinna. Nú vissu álfkonurnar ekki sitt rjúkandi ráð. Þær voru svo reiðar. Þær geistust heim með vatnsföturnar og fóru svo hratt, að ekki var deigur dropi eftir í fötunum, þegar þær komu heim. Svo liðu mörg ár. Sóley og Líney mættust einu sinni ofan við fossinn. Þær höfðu aldrei sézt, en þær heilsuðust brosandi. Þær voru átján ára. Þess vegna voru þær svona glaðar. „Hvaða hávaði er þetta neðan við fossinn?“ spurði Sóley. „Mamma þín og mamma mín eru að ríf- ast“, svaraði Líney. „Út af hverju?“ „Út af okkur. Þær eru, hugsa ég, búnar að rífast út af okkur í átján ár“. Stúlkurnar hlógu báðar. Þær töluðu lengi saman og sögðu hvor annarri, að þær ættu unnusta og ætluðu bráðum að gifta sig. Sein- ast urðu þær ásáttar um að gifta sig í álfa- 9

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.