Sólskin - 01.07.1944, Page 39

Sólskin - 01.07.1944, Page 39
„Þeir hafa verið vondir“, sagði drengurinn í bátnum og augun fylltust tárum. „Þeir geta ekki verið góðir framar!“ „Ójú“, sagði telpan og brosti. „Þeir geta það áreiðanlega. Þú mátt ekki trúa illu um þá“. „En ég heyri ekki annað en það, sem illt er, og sé hvernig þeir þræta og ýfast hver við annan. — Góðmennskan er dauð, systir mín!“ „Ég sé meira“, sagði stúlkan, „ég veit, að góðmennskan lifir£í. Drengurinn hristi höfuðið raunalega. „Ég vildi, að ég gæti séð það!“ Stúlkan þagði um stund. Skýin liðu áfram yfir nýjar sveitir. „Nú veit ég nokkuð!££ hrópaði telpan. „Nú skaltu horfa á!££ í sama bili tók hún af sér perluhálsfesti. Perlurnar voru jafnstórar og skínandi fagrar. „Nú strái ég perlunum yfir jörðina££, sagði hún. „Þú veizt, að þær finnur enginn, sem ekki er góðhjartaður. Fimm perlur læt ég falla til jarðar. Eigum við að veðja, bróðir? Áður en fimm dagar eru liðnir, skal einhver hafa fund- ið perlurnar mínar!££ 37

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.