Sólskin - 01.07.1953, Síða 6

Sólskin - 01.07.1953, Síða 6
Ævintýrið um hnykiana V ' V Það var einu sinni um hánótt. Kolniðamyrkur var á, og allir sváfu í stóra húsinu, mamma og pabbi sváfu, litla systir og litli bróðir sváfu, svarta kisa svaf í hlýjunni undir ofninum, litli guli kanarífuglinn kúrði í búrinu sínu, og öll blómin í gluggakistunni sváfu. Allt var svo undur hljótt og kyrrt. Það hefði mátt heyra saumnál detta. Skyndilega heyrðist eitthvert þrusk í stóru stofunni. Einhver hreyfði sig. Og veiztu, hver það var? Það var enginn annar en stóri guli hnykillinn í saumakörfunni hennar mömmu. Stóri guli hnykillinn hafði ekki sofið vel, og nú gat hann alls ekki sofið meira. Stóri hnykillinn œtlaði að vekja hina hnyklana og fá þá til að koma að leika sér. Fyrst hvíslaði stóri guli hnykillinn að litla rauða hnyklinum, sem lá við hliðina á honum í körfunni: 4v

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.