Sólskin - 01.07.1953, Page 14

Sólskin - 01.07.1953, Page 14
Það kom fljótlega í Ijós, að Skúfur var að ýmsu leyti mjög ólíkur kettlingunum. Skúfur ótti t. d. mjög bógt með að lepja mjólk. Stína litla, systir mín, gat þó kennt honum það smóm saman. Hún dýfði vísifingri í mjólkina, lét Skúf sleikja fingurinn, og smám saman dró hún fingurinn nœr mjólkurskálinni, unz hann var kominn ofan í mjólkurskálina. Þá loks fór Skúf- ur að lepja mjólkina á sama hátt og kettling- arnir. Áður en litlu kettlingarnir voru farnir að ganga, kom það oft fyrir, að Skúfur hvarf allt í einu upp í tré. Hann sveigði fallega loðna skottið sitt upp að hryggnum og sperrti eyrun upp í loftið. Svona gat hann setið tímunum saman og gœgðist við og við niður til fóstru sinnar. Sara góndi á hann steinhissa yfir þessum uppátœkjum hans. Svona „kettling" hafði hún aidrei þekkt áður. Dag nokkurn veiddi Sara rottu. Hún dró hana lifandi til kettlinganna sinna. Þeir léku sér að henni, vesalingnum, glefsuðu í hana, og slepptu henni og eltu á víxl, eins og rándýr eru vön að gera. Þegar þetta gerðist, hvarf Skúfur 12

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.