Sólskin - 01.07.1953, Page 15

Sólskin - 01.07.1953, Page 15
* ; ‘ • i' • > upþ í tré og faldi sig þar. Það íeit út fyrir, að hann skammaðist sín fyrir leiksystkin sín. Þégar kettlingarnir fengu fisk eða kjöt, gáf- um við Skúfi möndlur eða hnetur til þess að naga. Þótt hann vœri lítill, gat hann fljótlega nágað í gegnum hnotuskurninn með beittu nag- tönnunum sínum. Að því búnu át hann kjarn- ann með góðri lyst. Skúfur var íkorni, og íkorn- ar eru nagdýr, eins og þið vitið, en ekki rándýr eins og t. d. kettirnir. Skúfur hœndist ekki síður að okkur en kettl- ingarnir. Þegar ég kallaði „Skúfur" og hann átti von á einhverju góðgœti hjá mér, kom hann skoppandi til mín og hoppaði upp í lófa minn. Ég gœddi honum á hnetum og alls konar gómsœtum frœjum. Vínber og reyniber þóttí honum einnig fjarska góð. En appelsínur og möndlur þótti honum bezt af öllu. Þegar hann sá mig koma með slíkt sœlgœti, tísti hann á sinn sérkennilega hátt: Tjikk — tjúkk — tjokk — dúkk — dúkk.“ Og ég gat matað hann eins og hlýðið barn. Þegar Skúfur eltist, bar það við, að hann rœndi hreiður smáfugla. En við urðum auð- vitað að hafa eftirlit með honum. 13

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.