Sólskin - 01.07.1953, Síða 19

Sólskin - 01.07.1953, Síða 19
Skúfur giftir sig og flytur út í skóg. Nýtt tímabil hófst nú í lífi Slcúfs. Hann eign- aðist félaga. Það var lítil íkornafröken. Hún hét Skotta. Skúfur og Skotta léku sér í trján- um og skemmtu sér vel. Þau fóru í smáferðalög út í skóg. En einu sinni þegar Skúfur var búinn að vera óvenju lengi í burtu, lokaði ég hann inni í búrinu sínu. Nœsta dag kom Skotta í heimsókn og heils- aði upp á Skúf, þar sem hann sat bak við rimlana á búrinu sínu. Hún stakk trýninu milli rimlana og reyndi að gœla við hann. Skúfur var undur feginn að sjá Skottu aftur og tók vinahóti hennar blíðlega. Hann gœgðist líka út um rimlana, en út komst hann ekki. Aumingja litli Skúfur. Hann þráði skóginn, frelsið og leikina í trjátoppunum. Og hann þráði að komast til Skottu. Hann fann allt í einu, að hann var fjötraður fangi. Hann vor- kenndi sjálfum sér, varð dapur í bragði og hœtti að þrífast. Sólishin — 2 17

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.