Sólskin - 01.07.1953, Side 20

Sólskin - 01.07.1953, Side 20
Þegar ég sá hann sitja á afturlöppunum við rimlana og horfa raunamœddum augum á vin sinn, fann ég sárt til með honum og opnaði búrið. Eins og venjulega stökk hann fyrst upp í lófa minn til þess að gá, hvort ég hefði ekki eitthvert góðgœti handa honum. Því nœst stökk hann fimlega upp í tréð til Skottu, sem beið hans þar. Þau brugðu strax á leik. Eins og örskot þutu þau í krákustigum upp og niður trjá- stofnana. Þegar þau voru komin upp á trjá- topp eða út á yztu enda trjágreinanna, stukku þau út í loftið og stýrðu sér með loðna rauða skottinu sínu og lentu í öðru tré í grenndinni. Ég held, satt að segja, að þeim hafi þótt lang- skemmtilegast að stökkva á veikbyggðustu greinarnar, af því að þœr sveifluðust mest undan þunga þeirra og juku þannig hraðann í stökkunum. Síðan hvarf Skúfur með Skottu sinm inn i skóginn. Þau byggðu sér bú úr kvistum í stóru grenitré. Þar œtluðu þau að búa til œviloka, eignast unga og ala þá upp. Skúfur kom þó oft heim og heiísaði upp á okkur, settist í lófa minn og át úr honum og 18

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.