Sólskin - 01.07.1953, Síða 27
„Jú“, sagði Bangsímon, en heyrði það nú
samt ekki.
„Við œtlum að finna Norðurpólinn11.
„Einmitt11, sagði Bangsímon. „Hvað er
Norðurpóllinn?11
„Það er hann, sem við œtlum að finna“,
sagði Jakob.
„Einmitt11, sagði Bangsímon. „Geta bangsar
fundið hann?“
„Jó, auðvitað, og Kaninka og Kengúra og
þið öll. Það heitir nefnilega leiðangur, af því
að við erum öll með. Þú verður að fara og
segja hinum að koma. Ég fer og athuga, hvort
byssan mín er í lagi. Og við verðum að taka
með okkur nestisbirgðir?"
„Hvað þó?“
„Eitthvað að borða“.
„Jó“, sagði Bangsímon ónœgður. „Mér
heyrðist þú segja nestisbirgðir. En nú fer ég
og segi hinum að koma“, og svo labbaði
hann af stað.
Fyrst mœtti hann Kaninku.
„Góðan daginn, Kaninka", sagði hann.
„Ert þetta þú?“
25