Sólskin - 01.07.1953, Page 36

Sólskin - 01.07.1953, Page 36
En við fáum aldrei að heyra, hvað honum fannst, því að allt í einu kvað við óp frá Kengúrubarninu. „Datt mér ekki í hug“, sagði Asninn. „AHt þvottinum að kenna“. „Kengúrubarnið datt í lœkinn'1, kallaði Kaninka og kom hlaupandi með Jakob. „Sjáið þið. Ég syndi“, skríkti Kengúrubarnið utan úr miðjum lœknum, þegar straumurinn bar það niður lítinn foss. „Geturðu bjargað þér, barnið mitt?“ kallaði Kengúra. Hún var dauðhrœdd. „Já“, sagði Kengúrubarnið. „Sjáið þið, hvernig ég syndi“, og um leið tók straumurinn það og bar það áfram niður lœkinn. Allir reyndu að hjálpa. Grislingurinn var glaðvaknaður, hoppaði í sífellu á lœkjarbakk- anum og kallaði: „O-sei-sei, o-sei-sei“. Uglan sagði, að í slíkum tilfellum vœri það mjög mikilsvert atriði að halda höfðinu yfir vatnsfletinum. Kengúra hoppaði eftir lœkjar- bakkanum og kallaði: „Ertu viss um, að þú getir bjargað þér, barnið mitt“, en Kengúru- barnið svaraði bara: „Sjáðu. Ég kann að synda. Ég kann að synda“. 34

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.