Fréttablaðið - 21.12.2010, Side 6

Fréttablaðið - 21.12.2010, Side 6
6 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Strandgata 11, Hafnarfjörður l Sími 512 3777 l www.kailash.is Kailash er ný verslun á Strandgötu 11 í Hafnarfirði sem sérhæfir sig í andlegum vörum frá Tíbet og Nepal. Verslunin selur meðal annars Buddhastyttur, talnabönd, skartgripi, reykelsi, poncho, og margt fleira. Verið velkomin og að sjálfsögðu er alltaf heitt á tekatlinum. Full búð af nýjum vörum! Verslunin verður opin alla daga til jóla frá kl. 11-22 LANDBÚNAÐUR Strangar takmarkanir verða settar á skógrækt og jafn- vel bann, samkvæmt drögum að nýjum náttúruverndarlögum sem Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra hefur kynnt. Skógrækt- armenn bregðast hart við og segja öfga sjónarmið ráða för. Umhverfisráðuneytið kynnir nú á heimasíðu sinni frumvarpsdrög til breytinga á lögum um náttúruvernd. Á heimasíðu Skógræktar ríkisins er allt skógræktarfólk hvatt til að kynna sér tillögurnar og senda athugasemd- ir og spurt hvort frumvarpshöfundar vilji banna skógrækt. Aðalsteinn Sigurgeirsson, for- stöðumaður rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ætlunin væri að setja gríðar legar hömlur á athafnafrelsi manna í skógrækt og landgræðslu. Skógræktarmenn geti illa sætt sig við það altæka bann sem sett verði með slíkum lögum á ræktun allra svokallaðra framandi tegunda. Í frumvarpstextanum segir að óheimilt verði, nema samkvæmt leyfi Umhverfisstofnunar og umsögn Náttúrufræðistofnunar, að dreifa eða sleppa lifandi framandi lífverum út í náttúruna. Aðalsteinn segir frumvarpið mjög illa undirbyggt vísindalega og með því verði fórnað mögulegri atvinnu- starfsemi í skógrækt um alla fram- tíð. Frelsi áhugafólks til að græða upp landið verður einnig takmarkað. Rökin eru þau að Ísland hafi skuld- bundið sig til að vernda upprunalegt lífríki landsins og að sporna við því að ágengar framandi tegundir festi rætur. Aðalsteinn segir að í raun verði öll helstu skógræktartré bönnuð: grenitegundir, furutegundir, lerki og ösp. Þá verði bannað að flytja innlendar tegundir á milli svæða þar sem þær koma ekki náttúrlega fyrir. Afar flókið verður að fá undan- þágur, að sögn Aðalsteins. Mikil skriffinnska og kostnaður leggist á sumarbústaðaeigendur, bændur og aðra sem vilji rækta landið. Aðalsteinn segir ströngustu hreintrúarmenn í náttúrufars- málum ráða för. Úr frumvarps- drögunum megi lesa að þarna séu mikil öfgasjónarmið ríkjandi. Í ljósi þekkingar um ofbeit segir Aðalsteinn þó vekja athygli að búfé verður undanþegið lögunum og engar hömlur lagðar á frelsi sauðkindarinnar. - kmu, shá Frelsi til skógræktar stórlega takmarkað Drög að náttúruverndarlögum takmarka eða jafnvel banna skógrækt hér á landi. Óheimilt verður að gróðursetja öll helstu tré sem nýtt eru til skógræktar. Öfgasjónarmið ráða för, segir sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins. SKÓGUR Í VETRARBÚNINGI Sérfræðingur segir frumvarpsdrögin byggð á veikum vísindalegum grunnni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Tæpur helmingur þeirra sem buðu fram í forvali eða prófkjöri stjórn- málasamtaka vegna borgar- og sveitar- stjórnarkosninga í vor hefur skilað upp- lýsingum um kostnað við framboð sitt. „Menn í pólitík þurfa að spyrja sig hvort það er vænlegt að láta það spyrjast út að þeir skila ekki svona upplýsingum,“ segir Lárus Ögmundsson, skrifstofustjóri Ríkisendurskoðunar sem birt hefur upp- lýsingar um skilin. Af 442 frambjóðendum hafa aðeins 215 skilað fullnægjandi upplýsingum, eða rúm 48 prósent. Framsóknarflokkurinn sker sig úr en allir frambjóðendur flokks- ins hafa gert grein fyrir sér. Af þeim 215 sem skiluðu af sér gera fimm grein fyrir einstökum framlögum. Öll eru þau við þrjú hundruð þúsund krónur eða lægri. Lögum samkvæmt hafa frambjóðendur hálft ár til að skila upplýsingum um kostnað umfram þrjú hundruð þúsund krónur eða skila inn yfirlýsingu þess efnis. Kosningar til borgar- og sveitar- stjórna voru í enda maí og rann frestur til að skila inn gögnum um framboðskostn- að út um mánaðamótin. Ekki er refsað fyrir slæleg skil. Lögunum hefur nú verið breytt, frambjóðendur til stjórnlagaþings fá þrjá mánuði til að senda frá sér upp- lýsingar um kostnað við framboðið og má sekta fyrir slæleg skil. - jab FRÁ KOSNINGU Í MAÍ Ekki er gott til afspurnar þegar spyrst út að frambjóðendur halda sig ekki innan laga, að sögn skrif- stofustjóra Ríkisendurskoðunar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Rúmur helmingur frambjóðenda til borgar- og sveitarstjórnarkosninga brýtur lög: Skila ekki upplýsingum á réttum tíma BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti reyndi ákaft að afla stuðnings meðal þingmanna við nýjan afvopnunarsamning við Rússa, sem á að taka við af START-samningnum frá 1991. Obama undirritaði samninginn ásamt Dmitrí Medvedev Rúss- landsforseta í apríl síðastliðnum. Obama vonast til að þingið stað- festi samninginn áður en árið er liðið, en nýtt þing tekur við í byrj- un næsta árs og missa demókratar þá meirihluta sinn í fulltrúadeild- inni. Síðustu dagar ársins eru því eins konar kapphlaup við tím- ann. Um síðustu helgi samþykkti þingið afnám banns við herþjón- ustu samkynhneigðra, sem síðan á valdatíð Bill Clinton hafa mátt gegna herþjónustu því aðeins að þeir hafi ekki hátt um kynhneigð sína. Í lok síðustu viku tókst einnig samkomulag um skattalög, en þar höfðu repúblikanar það fram að skattaafsláttur nær til tekjuhárra en ekki bara til tekjulágra eins og verið hefur undanfarin ár. Mjótt verður á mununum um staðfestingu afvopnunarsamn- ingsins í öldungadeildinni. Til þess að hann verði samþykktur þarf meira en 60 atkvæði í deild- inni. Talið er að 57 demókratar ætli að samþykkja samninginn og fjórir repúblikanar hafa einn- ig lofað stuðningi sínum. - gb Demókratar á Bandaríkjaþingi hraða afgreiðslu laga áður en nýtt þing tekur við: Búa sig undir afvopnunarátök SÍÐUSTU DAGAR MEIRIHLUTANS Demó- kratinn John Kerry og repúblikaninn Richard Lugar ræða málin í sjónvarps- þætti. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Styður þú bann við staðgöngu- mæðrun á Íslandi? JÁ 19,4% NEI 80,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Sendir þú jólakort til vina og vandamanna þetta árið? Segðu þína skoðun á visir.is MEXÍKÓ, AP Að minnsta kosti 28 manns létust í eldsvoða í Mexíkó á sunnudag. Mikil sprenging varð þegar eldur komst í olíuleiðslu sem grunur leikur á að olíuþjófar hafi rofið. Þrettán hinna látnu voru börn. Að minnsta kosti 52 slösuðust og 32 heimili eyðilögðust alveg. Yfirvöld í Mexíkó hafa sagt að olíuþjófar hafi opnað leiðsluna og misst stjórn á aðstæðunum. Gat fannst á leiðslunni sem og búnað- ur til að ná olíu þaðan. Olíuþjófn- aður er mikið vandamál í Mexíkó. - þeb Yfirvöld gruna olíuþjófa: 28 létust vegna elds í olíuleiðslu Skólanefnd Kópavogs vill að bæj- arráðið láti endurskoða samninga um dreifikerfi farsíma og loftneta á stofnunum bæjarins og taki tillit til heilsuverndarsjónarmiða, ekki síst barna. KÓPAVOGUR Loftnet taki tillit til heilsu Enn hægt að sækja um Tekið verður við umsóknum um jólaaðstoð frá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík frá 9 til 14 í dag. Hægt er að sækja um í síma 892- 9603. Úthlutað verður í dag og á morgun klukkan 14. Á Akureyri og í Reykjanesbæ verður úthlutað á morgun. FÉLAGSMÁL KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.