Fréttablaðið - 21.12.2010, Side 26
26 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Í liðinni viku var gengið frá sam-komulagi um leiðir við úrlausn á
skuldavanda lítilla og meðalstórra
fyrirtækja. Það byggir á núver-
andi sameiginlegum reglum fjár-
málafyrirtækjanna auk þess sem
viðmið eru sett um niðurfærslu
skulda og fjárhagsskipan í kjöl-
farið. Jafnframt tekur ríkissjóður
þátt með breytingum á meðhöndl-
un skattalegra áhrifa og upp-
gjöri opinberra gjalda. Væntingar
standa til að lækkun á skuldabyrði
fyrirtækja á grundvelli samkomu-
lagsins skapi forsendur fyrir nýrri
fjárfestingu og atvinnusköpun á
vettvangi lítilla og meðalstórra
fyrirtækja og því leggi aðgerðin
verulega að mörkum til viðsnún-
ings íslensks efnahags-
lífs á næstu misserum.
Samkvæmt nýlegri
rannsókn Capacent um
stöðu fyrirtækja og við-
horf til efnahagsástands-
ins telur fimmti hver
stjórnandi miklar líkur
á að hans fyrirtæki þurfi
að ganga gegnum fjár-
hagslega endurskipu-
lagningu með aðkomu
viðskiptabanka og/eða
lánardrottna á næstu
12 mánuðum. Þetta á
nokkuð jafnt við óháð
stærð fyrirtækjanna.
Auk þess benti Alþjóða
gjaldeyris sjóðurinn
nýlega á að tæplega
40% heildarfjárhæðar
lána viðskiptabankanna
til lítilla og meðalstórra
fyrirtækja væru í van-
skilum eða líkleg til að lenda í van-
skilum. Af þessu má vera ljóst að
skulda aðlögun margra fyrirtækja
er nauðsynleg og það samkomu-
lag sem nú hefur verið gert mun
vonandi auðvelda líf vænlegum
fyrirtækjum að finna ásættan-
lega lausn.
Stjórnendur lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja í skuldavanda
standa nú frammi fyrir mati á því
hvort efnisatriði þessa nýja sam-
komulags henti þeirra fyrirtæki
og hvernig nýta megi úrræðin.
Í því samhengi er mikilvægt að
hafa hugfast að lækkun skulda er
sjaldnast nægjanleg ein og sér án
annarra aðgerða ef ætlunin er að
ná fram viðvarandi rekstrarbata.
Um 50% þeirra sem telja sig þurfa
að ganga gegnum fjárhagslega
endurskipulagningu á næstu tólf
mánuðum telja jafnframt hættu
á lausafjárvanda á næstu þrem-
ur mánuðum, samkvæmt framan-
greindri rannsókn Capacent. Eftir
sem áður er því nauðsynlegt að
fara gaumgæfilega yfir hvort fyrir-
tækið eigi raunhæfan möguleika á
áframhaldandi rekstri.
Hjá fyrirtækjum þar sem for-
svarsmenn telja mögulegt að ná
fram skuldaaðlögun og viðsnún-
ingi rekstrar þarf nauðsynlega
að gera stöðumat til að öðlast
yfirsýn og leggja upp áætlun um
framhaldið. Byggt á stöðumatinu
þarf að skilgreina vel hvað þarf
að gera, hvernig það verður gert
og hverjir sjá um framkvæmd-
ina. Framundan er því vinna við
mat á eignum og rekstrarvirði
sem byggir á raunhæfum og vel
framsettum áætlunum. Fjármála-
fyrirtækin munu þurfa slík gögn
til að taka afstöðu til mögulegrar
skuldaaðlögunar, en þau eru jafn
nauðsynleg fyrirtækjunum sjálf-
um til grundvallar eigin aðgerð-
um. Þessar áætlanir þurfa að taka
á tekjumyndun, rekstrarkostnaði,
skipulagi, fjármálastjórn og fela
í sér tillögur og rök-
semdir að baki þeirri
fjárhagsskipan sem að
er stefnt. Í samkomu-
laginu er gert ráð fyrir
að fyrirtækin standi
sjálf skil á viðskipta-
skuldum. Hjá mörgum
fyrirtækjanna þarf því
samhliða að losa um
óþarfa fjárbindingu
á efnahagsreikningi,
styrkja tekjustreymi og
semja um endurgreiðsl-
ur við aðra lánardrottna
en lánveitendur. Í þessu
samhengi er mikil-
vægt að taka veltufjár-
muni föstum tökum,
t.d. með því að ganga
í herta innheimtu eða
sölu viðskiptakrafna,
sölu gamalla birgða og
samninga um gjald-
frest hjá birgjum.
Meðal mikilvægustu hagsmuna-
aðila sem vinna þarf með eru
starfsfólk, viðskiptabanki og aðrir
lánveitendur, birgjar og viðskipta-
vinir sem treysta á vörur og þjón-
ustu fyrirtækisins. Ef forsvars-
menn fyrirtækis í rekstrarvanda
hafa ítrekað skapað væntingar um
rekstrarbata eða endurgreiðsl-
ur skuldbindinga án þess að sýna
árangur er líklegt að verkefnið
framundan verði erfiðara en ella.
Við slíkar aðstæður getur verið
nauðsynlegt að fá nýja aðila að
borðinu til þess að leiða verkefnið.
Sé hugað að viðsnúningi í rekstri
samhliða því sem ný úrræði við
lausn á skuldavanda fyrirtækja
eru nýtt aukast líkurnar til muna
á að fleiri íslensk fyrirtæki komist
á beinu brautina á ný.
Lækkun
skulda er
sjaldnast
nægjanleg
ein og sér
án annarra
aðgerða ef
ætlunin er
að ná fram
viðvarandi
rekstrarbata.
Viðsnúningur rekstrar
við lækkun skulda
Staða fyrirtækja
Sigurður Hjalti
Kristjánsson
verkfræðingur og
ráðgjafi hjá Capacent
Þröstur Sigurðsson
viðskiptafræðingur og
ráðgjafi hjá Capacent
Á Alþingi hafa komið fram hug-myndir um nýja heilbrigðis-
stétt til að leysa þjónustuvanda hjá
heilsugæslustöðvum (Fréttablaðið
9. des. sl.). Fram kom að þingmenn
allra flokka voru sammála um mikil-
vægi þess að sem flestir sjúkling-
ar leituðu til heilsugæslunnar með
vandamál sín áður en sótt væri í
dýrari þjónustu hjá sérfræðilæknum
eða á sjúkrahúsum. Þannig er heil-
brigðiskerfið einmitt byggt upp, því
heilsugæslustöðvar eru grunnþjón-
usta sem á að vera fyrsti viðkomu-
staður neytenda. Flestir sem leita til
heilsugæslustöðva panta tíma hjá
læknum vegna sjúkdómseinkenna
eða veikinda og þurfa nú í mörgum
tilfellum að bíða lengur en áður til
að komast að. Margir átta sig ekki á
því, að á flestum heilsugæslustöðv-
um starfa hjúkrunarfræðingar sem
vinna með skjólstæðingum við að
leysa heilsuvanda eða vísa áfram
til annarra heilbrigðisstétta eins og
þurfa þykir. Best væri að hugsa vel
um að halda heilsunni í stað þess að
þurfa að laga það sem fer úrskeiðis,
líkt og markvissar eldvarnir fyrir-
byggja stórbruna. Eru þingmenn og
þjóðin tilbúin til að breyta áherslum
frá „sjúkdómavæðingu“ í „heilsu-
væðingu“ með því að fjölga fyrir-
byggjandi úrræðum og hefja mark-
vissa heilsueflingu?
Oft var þörf en nú er nauðsyn á
að efla forvarnir og stunda heilsu-
samlegt líferni til að fyrirbyggja
heilsutap og sjúkdóma. Samkvæmt
niðurstöðum rannsókna Hjarta-
verndar hefur meðalþyngd Íslend-
inga aukist jafnt og þétt undanfarin
40 ár með alvarlegum afleiðing-
um, t.d. vaxandi offitu, hjartasjúk-
dómum og sykursýki-2. Þótt þessi
staðreynd hafi lengi verið þekkt
og mikið rædd hefur vandamálið
ekki lagast, þrátt fyrir að stjórn-
völd hafi t.d. sett á sykurskatt til að
draga úr mikilli sykurneyslu lands-
manna. Sjálfskapaðir sjúkdómar
fara vaxandi vegna kyrrsetu og
óhollra lífshátta. Fólk þarf að taka
ábyrgð á eigin heilsu. Þekkingin á
því hvernig bæta má heilsuna er
til staðar hjá fagfólki en auka þarf
almenna heilsufræðslu, heilsulæsi,
stuðning og ráðgjöf til almennings.
Einnig þarf að athuga hvernig fjár-
munum sem fara til heilbrigðismála
er varið. Samkvæmt nýlegum tölum
OECD eru opinber útgjöld til heil-
brigðismála sem hlutfall af lands-
framleiðslu hæst á Íslandi (8,8%)
af OECD-ríkjum (6,4%). Hlutdeild
hins opinbera í heildarútgjöldum til
heilbrigðismála á Íslandi (83,5%) er
umtalsvert hærri en að meðaltali í
OECD-ríkjunum (73%). Heildar-
útgjöld til heilbrigðismála á hvern
íbúa á Íslandi nema 3.159 Banda-
ríkjadölum sem jafngildir um 370
þúsund íslenskum krónum á mann.
Bandaríkjamenn hafa reiknað út að
fyrir hvern dollar sem þeir nota til
forvarna spara þeir 3,58 dollara í
sjúkraþjónustu.
Félag íslenskra hjúkrunarfræð-
inga hefur lagt áherslu á að hjúkr-
unarfræðingar gangi á undan með
góðu fordæmi og efli eigin heilsu
til að geta verið í stakk búnir til að
hjúkra, ráðleggja og hvetja almenn-
ing til heilsueflingar. Niðurstöður
vinnuhópa Heilsuþings félags-
ins þann 24. september sl. sýna
að hjúkrunarfræðingar vilja auka
heilsueflandi þjónustu og úrræði
svo almenningur hafi val sem hent-
ar hverjum og einum. Leggja þarf
aukna áherslu á samvinnu stjórn-
valda, stofnana, fyrirtækja, fag-
fólks og almennings til að draga
úr lífstílssjúkdómum. Þörf er fyrir
samvinnu stjórnvalda og heilbrigð-
isstarfsfólks til framkvæmda sem
byggjast á þeim raunveruleika sem
við búum við í dag, með framtíðar-
hag að leiðarljósi. Hjúkrunarfræð-
ingar hjálpa fólki til sjálfshjálp-
ar. Þeir sinna forvörnum eins og
almennri heilsufræðslu og heilsu-
vernd, leiðbeina fólki með leiðir til
að t.d. lækka blóðþrýsting og fyrir-
byggja fylgikvilla sjúkdóma eins og
sykursýki.
Til að bæta heilsu og auka
vellíðan þarf oft að bæta eigin lífs-
stíl. Það má til dæmis gera með 30
til 60 mínútna hreyfingu á dag, að
borða hollt fæði í hæfilegu magni,
að forðast sætindi og mettaða fitu,
að auka neyslu á grófu korni og
að borða 5-8 skammta af ávöxt-
um og grænmeti á dag. Nauðsyn-
legt er að fá góðan nætursvefn (7
til 8 tíma) og drekka nóg af vatni
(6 til 8 glös á dag) en spara gosið.
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sókna eru lífslíkur að miklu leyti
í okkar höndum (70-80%) þar sem
framtíðarheilsa ræðst að mörgu
leyti af daglegum venjum. Það er
okkar val hvernig lífsstíl við velj-
um. Velur þú heilsusamlegt líf eða
líf með áhættuþáttum sem dregur
úr vellíðan til lengri tíma og lífs-
líkum?
Hjúkrunarfræðingar eru til þjón-
ustu reiðubúnir (á heilsugæslu-
stöðvum, stofnunum og í samfélag-
inu) og vilja hjálpa samborgurum
sínum til sjálfshjálpar. Víðtæk
þekking og reynsla gerir stéttinni
kleift að meta andlega, líkamlega
og félagslega heilsu skjólstæðinga
og taka áhrifaþætti umhverfisins
inn í heildarmyndina til að fyrir-
byggja heilsutjón og finna lausnir á
vanda. Einstaklings- og hópfræðsla
ásamt ráðgjöf til heilsueflingar eru
stór þáttur af starfi hjúkrunar-
fræðinga sem bera hag skjólstæð-
inga fyrir brjósti. Foreldrafræðsla
ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga
er mikilvægur þáttur í heilsuvernd
fjölskyldunnar. Foreldrar bera
ábyrgð á heilsu barna sinna. Þeir
þurfa að vera góð fyrirmynd og
ala börnin upp á þann hátt að þau
verði fær um að efla og viðhalda
eigin heilbrigði, sem er undirstaða
hamingju og velferðar. Til að þjóð-
in megi njóta góðrar heilsu í fram-
tíðinni þarf sameiginlegt átak allra
í samfélaginu og eru hjúkrunar-
fræðingar tilbúnir til að leggja sitt
af mörkun til að svo megi verða.
Efling heilsu og hjúkrunarþjónusta
Heilsugæsla
Dr. Sólfríður
Guðmundsdóttir
Rannsóknastofnun í
hjúkrunarfræði
Einstaklings- og hópfræðsla ásamt ráðgjöf til
heilsueflingar eru stór þáttur af starfi hjúkr-
unarfræðinga sem bera hag skjólstæðinga
fyrir brjósti.
AF NETINU
Jólakúkur kapítalsins
Í liðinni viku óku flutningabílar frá Vífilfelli um nokkur úthverfi Hafnarfjarðar, skreyttir í bak og fyrir, til að fólk gæti fallið
fram og tilbeðið þá í dýrð sinni. Þessi auglýsingamennska hefur þótt ákaflega jólaleg að sumra mati og hamast fjölmiðlar
við að vekja athygli á uppátækinu, sjálfsagt gegn sanngjörnu gjaldi. En þeir fimmtán sem ákváðu að ganga á undan
bílalestinni niður Skólavörðustíg, voru ekki í sama jólaskapi og kókveldið. Frá því segir í frétt á Pressunni.
Þar vakti einkum þessi setning athygli mína: „Þá fór það sérstaklega fyrir fólki með börn sem komu í þeim eina tilgangi
að sjá jólalestina aka niður strætin í allri sinni dýrð….“ Ekki fetti ég fingur út í það sem fullorðið fólk gerir sér til skemmt-
unar, en að draga börn niður í miðborg Reykjavíkur til að horfa á gosdrykkjaflutningabíla aka um göturnar jafngildir
hundraðogelleftu meðferðinni og ber vitni um lægra greindarstig en nemur númeri á háhæluðum fjallgönguskóm.
Malbein.net
Gísli Ásgeirsson