Fréttablaðið - 21.12.2010, Page 38

Fréttablaðið - 21.12.2010, Page 38
Keilir heilsukoddi hefur sérstaka lögun sem ætlað er að stuðla að réttri svefnstöðu. Auk sívals púða undir hálsinn eru þrístrendir púðar sem veita hliðarstuðning við höfuðið. Hann er færanlegur þannig að hægt er að víkka og þrengja hann að vild. Hulda Sveinsdóttir er komin með hönnunarvernd á Íslandi og innan ESB- landa. Hún hlaut verðlaunin Special Nomination Award í Helsinki í október 2009 fyrir uppfinninguna. Efnið í koddanum er þrýstijöfnunarefni, Memory foam, fyrst framleitt af NASA í Bandaríkjunum. Keilir bætir notagildi annarra kodda með því að hann er settur ofan á til frekari stuðnings. Hann er góður til ferðalaga því hverjum kodda fylgir handhægur ferðapoki. Koddinn er seldur í Svefni og heilsu, bæði í Reykjavík og á Akureyri og líka á heimasíðunni ravendesign.is. Nýr heilsukoddi NÝR HEILSUKODDI ER KOMINN Á ÍSLENSKAN MARKAÐ. HANN NEFNIST KEILIR ENDA Á HANN UPPRUNA SINN Á SUÐURNESJUM, NÁNAR TILTEKIÐ HJÁ HULDU SVEINSDÓTTUR HÖNNUÐI HJÁ FYRIRTÆKINU RAVEN DESIGN. Verðlaunakoddinn Keilir eftir Huldu Sveinsdóttur, hönnuð og handverkskonu í Raven design. Hlutfall keisaraskurða í fæðingum í Bandaríkjunum eykst sífellt. Árið 2008 voru 32,3 prósent allra barna í Bandaríkjunum tekin með keisara. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur mælt með að hlutfall keisaraskurða sé ekki meira en 15 prósent. Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir hlaut á dögunum viðurkenningu Náttúrulækningafélags Reykjavík- ur en henni er ætlað að styðja við bakið á þeim sem leggja sig fram um að stuðla að góðri heilsu og for- vörnum. Kolbrún fær viðurkenn- inguna fyrir opnun fyrsta jurta- apóteksins á Íslandi, þar sem hún leggur áherslu á heildrænar lækn- ingar með jurtum og réttu matar- æði. Auk hennar var Kolbrún í þann mund að fá þær fréttir að hún hefði verið valin í tuttugu manna úrslit úr hópi 250 umsækjendum sem hlutu styrk frá Rannís til að vinna þróunarverkefni í sumar Verkefni hennar snýr að þróun næringarblandna úr íslenskum afurðum og verða úrslitin kunn- gjörð í febrúar. Kolbrún segir viðurkenningu Náttúlækningarfélags Reykja- víkur mikinn heiður. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu á því sem ég hef verið að gera undan- farin ár. Þá vonast ég til að þetta verði til þess að kynna þessa leið fyrir fleirum, en mörgum kemur á óvart hversu mikill fjöldi fólks sækir í grasalækningar. Ég er til að mynda bókuð í einkavið- töl út febrúar auk þess sem það er alltaf nóg að gera í búðinni.“ Kolbrún hefur starfað sem grasa- læknir í sautján ár og hefur ekki tölu á þeim fjölda fólks sem hún hefur fengið til sín í ráðgjöf og viðtöl. „Áður en ég opnaði búðina árið 2004 hafði ég fengið á áttunda þúsund til mín í viðtöl en eftir það hætti ég að telja.“ Kolbrún lætur sér þó ekki nægja að leggja stund á ráðgjöf og búð- arrekstur heldur er bókaútgáfa einnig á næsta leiti. Í bókinni, sem hefur ekki ennþá hlotið nafn en er væntanleg í næsta mánuði, kynn- ir hún sex mánaða prógramm sem er ætlað að laga örverubúskapinn í líkamanum. „Ég vil meina að hann sé í ólagi hjá flestum enda erum við að gera svo margt sem er ekki í lagi. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa þessa bók er sú að ég fæ til mín fjölda fólks sem hefur tekið sig á og farið á hreinsandi matar- æði í örfáa mánuði en síðan gefist upp. Það er einfaldlega ekki nóg og er viðkvæmnin þá enn til staðar. Í bókinni er í fyrstu útskýring á því fyrir hverja prógramm- ið er hugsað og af hverju ætti að fylgja því. Þá er þar að finna alls kyns fróðleik um hvernig matur- inn virkar og hvernig á að setja hann saman til að næringin nýtist sem best. Að því loknu er að finna prógramm fyrir hvern mánuð og fylgja uppskriftir eftir Kolbrúnu og Sólveigu Eiríksdóttur hverj- um fyrir sig. Prógrammið byrjar á því að fæðutegundir eins og ger, sykur og glútein eru teknar út en síðan eru sumar þeirra settar inn aftur. Uppskriftirnar eru allt frá því að vera hráfæðisréttir upp í kjötsúpur. vera@frettabladid.is Bókaútgáfa á næsta leiti Kolbrún Björnsdóttir opnaði eina jurtaapótekið á Íslandi fyrir sex árum. Þar býður hún upp á ráðgjöf og fjölbreyttar jurtaafurðir og hefur varla undan. Hún hlaut viðurkenningu fyrir framlag sitt á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lengi vel fengust vörur Kolbrúnar einungis í Jurtaapótekinu á Laugavegi 2 en þær eru nú einnig fáanleg- ar í Akureyrarapóteki. „Mörgum kemur á óvart hversu mikill fjöldi fólks sækir í grasalækningar.“ Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Eyrarrós 12.980 kr Sængurfatnaður frá kr 6.990 kr Sendum frítt fram að jólum! Tímapantanir 534 9600Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur -www.heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA Nýju ReSound heyrnartækin endurvekja tilfinningu fyrir hljóðum sem berast úr hvaða átt sem er á svipaðan hátt og þegar skipt er úr einföldum steríótækjum með tveimur hátölurum í kringóma (surround) heimabíó með hátalara til allra átta. Ný tækni . Betra verð . Fagleg þjónusta Frí ráðgjöf í mars og apríl ReSound heyrnartækin setja mann í miðpunkt hljóðheimsins sem maður hrærist í. Þegar maður getur fylgst betur með hljóðum sem berast úr öllum áttum nýtur maður góðs hljóms mun betur. Auðveldara er að átta sig á hvaðan hljóðið berst og maður getur notið þess að tala við fólk þó hávaði sé í umhverfinu. SURROUND KRINGÓMA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.