Fréttablaðið - 21.12.2010, Síða 46
42 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
BAKÞANKAR
Jóns
Sigurðar
Eyjólfssonar
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Pondus Eftir Frode Overli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
Yfirleitt er afskaplega leiðinlegt að lesa um innflytjendamál eftir að allir urðu
svo upplýstir að þeir hættu að geta alhæft
nema á laun. Ég ætla samt sem áður að
koma inn á þetta málefni og ekki nóg með
það heldur ætla ég að alhæfa rétt eins og
væri ég sýslumaður um miðja síðustu öld.
ÞANNIG er nefnilega mál með vexti að
ýmsir innflytjendur hafa, satt best að
segja, á sér óorð mikið hér á Suður-
Spáni. Algengt er að heyra að hitt
og þetta þorpið hafi verið öruggt
og gott uns þesslendingar og hin-
lendingar komu til skjalanna. Þá
fjölgaði innbrotum, segja bæjarbú-
ar, eiturlyfjamálum, slagsmálum
og öllu því sem eitt bæjarfélag vill
vera laust við. Algengt er að heyra
varnaðarorð á við þessi: „Ekki láta
krakkana fara þarna, það
er fullt af þesslendingum
þarna.“ Reyndar hefur
ekki tekist að kenna hin-
og þesslendingum um
kreppuna en þar skortir
líklegast hugmynda-
flug frekar en vilja.
EKKI nenni ég að
gera grein fyrir því
hvaðan hinlendingar
og þesslendingar eru.
Hins vegar langar mig að tala um þann
stóra hóp sem alveg hefur farið á mis við
þetta slæma orðspor.
MEÐ reglulegu millibili heyrum við frétt-
ir af svaðilförum fólks frá löndunum sunn-
an Sahara sem kemst yfir sundið og til
Spánar við illan leik og hefur jafnvel horft
á eftir ættingjum og vinum hverfa í hafið
á þessu ferðalagi. En síðan heyrir maður
ekki meira af þessu fólki, hvorki í glæpa-
tíðindum né hjá illum tungum á torginu, og
gildir því hið fornkveðna að engar fréttir
eru góðar fréttir. Reyndar er það svo að
ég hef ekki heyrt nokkurn mann hallmæla
þessu fólki, nema þá viðskiptamönnum úr
tónlistarbransanum sem eru að agnúast út
í þá fyrir að selja upptekna geisladiska á
götum úti. Sunnan Saharabúar eru nefni-
lega hér í suðursveitum Spánar rómaðir
fyrir að vera kurteisir, friðsælir með ein-
dæmum og ljúfir á alla lund. Ég þekki
reyndar fjölmarga þeirra og get alveg
skrifað upp á þessa lýsingu.
ÞAÐ er alveg með ólíkindum að geta
komið með tvær hendur tómar í nýtt land,
þar sem flestar dyr standa þér lokaðar, og
samt sem áður verið eins og ljós. Svo ég
haldi nú áfram að alhæfa vil ég tilnefna
þennan hóp, frá þessum heimshluta, sem
áður var kallaður svartasta Afríka, bestu
innflytjendurna.
Ljósin úr svörtustu AfríkuLÁRÉTT
2. margskonar, 6. í röð, 8. meiðsli, 9.
rúmábreiða, 11. númer, 12. brags-
miður, 14. gef nafn, 16. tveir eins, 17.
sigti, 18. drulla, 20. skammstöfun, 21.
umkringja.
LÓÐRÉTT
1. loga, 3. tveir eins, 4. sandgrynning,
5. dýrahljóð, 7. kökugerð, 10. klastur,
13. festing, 15. sjá eftir, 16. hald, 19.
holskrúfa.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. ýmsu, 6. áb, 8. mar, 9. lak,
11. nr, 12. skáld, 14. skíri, 16. tt, 17.
mið, 18. aur, 20. fr, 21. króa.
LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. mm, 4. sandrif,
5. urr, 7. bakstur, 10. kák, 13. lím, 15.
iðra, 16. tak, 19. ró.
Og hvern
heldurðu að ég
hafi séð inni á
karlaklósettinu?
Blóðugu Bínu,
þessi sem er allt-
af í kengúrubún-
ingnum! Og...
Finn-
urðu
að ég
var að
borða
hvítlauk?
Neibbs! Ég
finn bara lykt
af nýbökuðum
vöfflum og
rjóma! Áfram!
Má ég aðeins
tala við þig
Palli?
Vertu fljótur.
Mér líður hálf
illa þegar ég er
ekki tengdur.
Þegar ég byrjaði að vinna
að þessari myndaröð, fyrir
langa löngu, hefði mér
ekki getað dottið í hug
að einn daginn
myndi hún verða
sett upp í
Nýlistasafninu.
Pabbi, get-
urðu lagað
hann fyrir
mig?
Látum okkur
sjá. Jamm,
gerðu
svo vel.
Er eitthvað
að?
Ég hélt alltaf
að „laga“
þýddi að
„kaupa nýjan“.
1.198.-
Jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands
Er sem hér segir:
Reykjanesbær
Hafnargötu 29
S. 697 3521
22. des
Akureyri
Freyjusnesi 4
S. 869 0820
22. des
Reykjavík
Eskihlíð 2-4
S. 892 9603
14-15-21-22 des.
Frá kl 14:00