Fréttablaðið - 21.12.2010, Side 48

Fréttablaðið - 21.12.2010, Side 48
44 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR44 menning@frettabladid.is Hljómdiskurinn Hymnodia sacra, þar sem Kammerkórinn Carm- ina flytur tónlist úr samnefndu íslensku sönghandriti frá 18. öld, fær fjórar stjörnur í nýjasta hefti breska tónlistartímaritsins Class- ic FM. Gagnrýnandinn, Andrew Mellor, segir að tónlistin á diskn- um einkennist af „dáfögrum, til- beiðslukenndum einfaldleika“ og að flutningur Carminu sé haf- inn yfir alla gagnrýni. „Þau vita nákvæmlega hvernig þessi tónlist á að hljóma og söngurinn er framúr- skarandi tær og aðlaðandi,“ segir í dómnum og eru lesendur hvattir til að láta diskinn ekki framhjá sér fara, sér í lagi um jólatímann. Þá fær Kammerkórinn fjórar stjörnur í breska stórblaðinu The Times fyrir tónleika á Spitalfields- tónlistarhátíðinni í London 15. desember síðastliðinn. Á tónleik- unum voru flutt lög af diskun- um Hymnodia Sacra og Melódíu. Hilary Finch segir í dómi sínum að þeir sem hafi verið í leit að friðsæld og ró mitt í áreiti jóla- undirbúningsins hafi ekki getað gert betur en að sækja tónleika kórsins. Flutningurinn hafi verið „opinberun“ og einkennst af „stór- kostlegum hljómi“. Carminu vel tekið í Bretlandi KAMMERKÓRINN CARMINA Fékk fjórar stjörnur í The Times fyrir tónleika og jafn margar í Classic FM fyrir hljómdiskinn Hymnodia Sacra. Ljósa eftir Kristínu Steins- dóttur og Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birg- isson virðast vera spútnik- bækur ársins af sölutölum að dæma. Ljósa hefur selst í um sjö þúsund eintökum og Svar við bréfi Helgu í um 6.500 eintökum það sem af er ári. Sem fyrr er það Arnaldur Indriða- son sem ber höfuð og herðar yfir aðra höfunda á metsölulistum þetta árið. Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri hjá Forlaginu, kveðst geta trúað að Furðustrandir seljist í 29 til 30 þúsund eintökum þegar upp verði staðið. Hann nefnir hins vegar bók Krist- ínar Steinsdóttur, Ljósu, sem helstu spútnikbók ársins hjá Forlaginu, en hún hefur selst í um sjö þúsund ein- tökum það sem af er ári. „Ég held að Ljósa og Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson séu óvæntustu „smellirnir“ í hópi inn- lendra skáld- sagna í ár.“ Undi r það tekur Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti, sem gefur út Svar við bréfi Helgu, sem hún segir að hafi selst í 6.500 ein- tökum hingað til. „Upphaflega var bókin aðeins prent- uð í þúsund eintökum og við hefð- um verið sæl með að selja það upp- lag. Svo fór hún á þetta rosalega flug, yfir öll landamæri eins og við segjum, og gjörsamlega rýkur út,“ segir Guðrún, sem býst við að bókin seljist í 8.500 eintökum áður en yfir lýkur. Ljósa og Svar við bréfi Helgu eiga fleira sameiginlegt en lofsamlega dóma og að seljast vel því báðar fjalla þær um liðna tíð: Ljósa fjall- ar um glímu titilpersónunnar við geðhvarfasýki í kringum aldamót- in 1900. Svar við bréfi Helgu fjallar um aldraðan bónda sem í bréfi til fyrrverandi ástkonu leiðir hugann að því hvort hann hafi breytt rétt með því að velja sveitina fram yfir konuna sem hann elskaði. Má draga einhverjar ályktanir af því að þessar bækur hafa slegið í gegn í ár? „Eitt af því sem ég hef tekið eftir og heyrt fleiri tala um er að íslenskir rithöfundar virðast sækja meira í arfinn; auk Bergsveins og Kristínar má líka nefna Blóðhófni Gerðar Kristnýjar,“ segir Auður Aðalsteinsdóttir, bókmennta- fræðingur og annar ritstjóra bók- menntatímaritsins Spássíunnar. „Það eru nokkuð margir að vinna með arfinn um þessar mundir, góðar bækur og frumlegar sem virðast falla í kramið; vinsæld- ir Ljósu og Svars við bréfi Helgu benda til að þær tali til mjög breiðs hóps. Hvort það á sér einhverja aðra skýringu en að bækurnar séu einfaldlega góðar og spyrjist vel út þori ég ekki að fullyrða um. En menningararfurinn er augljóslega nokkuð sem leitar á íslenska höf- unda um þessar mundir og lesend- ur virðast bregðast vel við því.“ bergsteinn@frettabladid.is Fortíðin fellur í kramið í ár BERGSVEINN BIRGISSON OG KRISTÍN STEINSDÓTTIR Bækur þeirra beggja, Svar við bréfi Helgu og Ljósa, hafa slegið í gegn fyrir þessi jól en báðar fela þær í sér endurlit til fortíðar. AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR Glæpafélag Vestfjarða veitti Tinda- bikkjuna í fyrsta sinn fyrir helgi, en hún er veitt fyrir bestu glæpasögu ársins. Fyrst til að hreppa hnossið kæsta var Yrsa Sigurðardóttir fyrir skáldsöguna Ég man þig. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að Yrsu takist „að blanda saman hryllingi draugasagna og spennustigi glæpasagna á listilegan hátt, janfframt því að gera umhverfi og aðstæður ljóslifandi fyrir hugs- kotssjónum lesenda. Hún er verð- ugur fyrsti viðtakandi Tindabikkju Glæpafélags Vestfjarða.“ Í dómnefnd sátu: Anna Sigríður Ólafsdóttir ferðaþjónn í Arnardal við Skutulsfjörð, Elfar Logi Hann- esson leikari á Ísafirði og Matthild- ur Helgadóttir Jónudóttir fram- kvæmdastjóri á Ísafirði. Að launum hlýtur Yrsa viðeigandi verðlaunagrip sem myndlistarkon- an Marsibil Kristjánsdóttir hannaði, bókina Vestfirðir í máli og myndum eftir Hjálmar R. Bárðarson sem Eymundsson á Ísafirði gefur, auk tveggja kílóa af skötu í soðið. Yrsa hlaut Tinda- bikkjuna fyrir vestan Lífsþor er heildarsafn ljóða Árna Grétars Finnsson- ar, hæstaréttarlögmanns og bæjarfulltrúa í Hafnar- firði, sem lést haustið 2009. Ljóðabækur Árna Grétars; Leikur að orðum (1982) sem hér birtist í fyrsta sinn eftir endurskoðun hans sjálfs, Skiptir það máli? (1989), Septemberrós (1997) og Fiðluleikarinn (2006), hafa verið ófáanlegar um hríð en er hér safnað saman í eina bók að frum- kvæði barna hans, Lovísu, Finns og Ingibjargar, sem jafnframt gefa bókina út. Nafn bókarinnar er sótt í þekktasta ljóð Árna Grétars, sem er að finna í fyrstu bók hans, Leik að orðum. Í formála systkinanna er haft eftir Árna Grétari að ýmis tilefni hafi orðið honum kveikja að ljóði, meðal annars veiðitúrar með fjölskyldu og vinum, garðvinna á Klettahrauninu og ferðalög um heiminn. Myndskreytingar voru veiga- mikill þáttur í öllum bókum Árna Grétars og eru þær allar endurbirtar í Lífsþori. Jón Gíslason á myndirnar í Leik að orðum, Eiríkur Smith í Skiptir það máli?, Sveinn Guðbjartsson í Septemberrós og Gunnar Karlsson í Fiðluleikaran- um. Árni Grétar Finnsson fæddist 3. ágúst 1934, sonur Finns Árnason- ar, trésmíðameistara og bæjar- verkstjóra á Akranesi, og Eyglóar Gamalíelsdóttur. Árni Grétar varð stúdent frá VÍ 1955 og lauk cand. juris prófi frá HÍ 1961. Sama ár stofnaði Árni eigin lögfræðiskrifstofu í Hafnarfirði og rak hana til ársins 2007. Hann var umsjónarmaður Sjóvátryggingafé- lags Íslands hf. í Hafnarfirði 1962- 89, sat í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1957-67 og í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins 1964-67. Árni Grétar var varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1962-66 og bæjarfull- trúi þar 1966-90. - fsb Lífsþor Árna Grétars ÁRNI GRÉTAR FINNSSON ÞJÓÐMÁL KOMIN ÚT Vetrarhefti tímaritsins Þjóðmála er komið út. Meðal efnis er umfjöllun Ólafar Nordal um fyrirhugaðar breyt- ingar á stjórnarskránni. Ragnhildur Kolka segir frá skrifum Theodores Dalrymple um hnignun vestrænna velferðarríkja, Björn Bjarnason skrifar um vaxandi virðingarleysi stjórnvalda fyrir lögum og rétti og Ragnheiður E. Árnadóttir skrifar um NATO á norðurslóðum. YRSA SIGURÐARDÓTTIR RITHÖFUNDUR Gefðu góðar stundir! Gjafakort í Salinn er jólagjöfin! Þú velur sjálf(ur) upphæðina á gjafakortinu. Gjafakortin koma í fallegum umbúðum og fást í miðasölu Salarins Hamraborg 6, s. 5700400. Opið virka daga kl. 14–18. salurinn.is Jóladagatal Norræna hússins 1.-23. des. kl: 12.34

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.