Fréttablaðið - 21.12.2010, Page 52

Fréttablaðið - 21.12.2010, Page 52
48 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is VINSÆLIR Frank Hvam og Casper Christensen eru menn ársins í dönsku skemmtana- lífi. Breski söngvarinn James Blunt er kominn aftur á markaðinn eftir að hafa hætt með spænsku fyrirsætunni Sabinu Vidal. Þau byrjuðu að hittast í sumar en ást- arævintýrið stóð stutt yfir. Ekki er langt síðan Blunt gaf í skyn að hann vildi stofna fjölskyldu með Vidal. „Fólk telur að þeir sem ná langt í lífinu þurfi að eiga pen- inga og vera frægir. Mér finnst betri skilgreining á frama sú að þú deilir lífi þínu með einhverj- um og eignist með honum fjöl- skyldu,“ sagði Blunt, sem nýlega sást kyssa meðlim stúlknabandsins Pussycat Dolls í Los Angeles. Hættur með fyrirsætunni JAMES BLUNT Söngv- arinn er kominn aftur á mark- aðinn. Klovn: The Movie setti nýtt met í dönskum kvikmyndahúsum. Aldrei hafa fleiri borgað sig inn á danska bíómynd yfir frumsýningarhelgi samkvæmt Jan Lehman hjá Nord- isk Films Biografdistribution. Talið er að 167.091 hafi greitt sig inn á myndina og er Klovn: The Movie þar með komin í hóp með kvikmyndum á borð við Harry Potter og Hringadróttinssögu. Frank Hvam og Casper Chris- tensen eru því nýjustu gullkálfar Danmerkur en örlögin virtust ekki vera á þeirra bandi; bandbrjálað veður hefur leikið Dani grátt og svo átti danska kvennalandsliðið í handbolta mikilvæga leiki fyrir höndum á EM. „Þetta er ótrúlega flott,“ segir Casper í samtali við vef danska dagblaðsins Berlingske Tidende. „Það er algjörlega frá- bært hversu margir miðar hafa selst en ég veit samt ekkert hvað þetta þýðir,“ bætir gamanleikarinn við. Þegar blaðamaður BT útskýrir fyrir honum að þetta sé glæsileg- asta frumsýningarhelgi danskrar kvikmyndar eykst gleðin í rödd Caspers. „Nú, þá er þetta náttúr- lega stórkostlegt og það er alltaf gaman að gera eitthvað sem maður er stoltur af. Það vill einmitt svo skemmtilega til að ég er nýbúinn að opna kampavínsflösku.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá verður Klovn: The Movie nýársmyndin hjá Sambíóunum og er unnið að því hörðum höndum að fá þá félaga til að vera viðstadda frumsýninguna. Miðað við dálæti þeirra á landi og þjóð verður að teljast fremur líklegt að þeir láti sjá sig á nýju ári. Klovn-myndin sló öll met í Danmörku 62 ÁRA ER ALDUR SAMUELS L. JACKSON Hann á afmæli í dag og er ekkert byrjaður að hægja á sér. Hann leikur í fjölmörgum myndum sem eru væntanlegar, meðal annars The Avengers, Captain America: The First Avenger og The Killing Game. Menningarheimarnir blönd- uðust saman í partíi á Hótel Borg á föstudaginn. Öfgarn- ar voru slíkar að fólk talaði um fyrsta og síðasta skiptið sem Björk Guðmundsdótt- ir og Ásgeir Kolbeins væru á sama stað, á sama tíma, í sama rými. Vitaminwater-drykkurinn var kynntur á Hótel Borg á föstudaginn með partíi sem hófst á fimmtu hæð Hótel Borgar. Öll hæðin var lögð undir partíið og það var greinilega búið að bjóða þotuliðinu eins og það leggur sig í opinn bar. Björk Guðmundsdóttir var á svæðinu ásamt Jónsa og strák- unum í Sigur Rós. Jón Atli og DJ Margeir sáu um tónlist- ina og prótínfélagarnir Arnar Grant og Ívar Guðmundsson léku á als oddi. Ásgeir Kol- beins mætti að sjálfsögðu á svæðið rétt eins og söngkonan Þórunn Antonía, kærastinn hennar, rapparinn Bent, og Þorsteinn Lár sem er með honum í XXX Rottweiler. Steindi Jr., vinnufélagi Bents, var ekki á svæðinu enda í New York ásamt Agli Einarssyni og Auð- unni Blöndal. Listakonan Harpa Einars- dóttir var á svæðinu, eins og DJ Sóley og Krummi í Mínus. Fyr- irsætan Lilja Ingibjargar mætti einnig, rétt eins og félagarnir Benni B-Ruff og Gísli Galdur. Þá gekk ljós- myndarinn Jói Kjart- ans um og tók myndir, Hildur Hermanns, kær- asta hans, var ekki langt undan og fata- hönnuðurinn Guð- mundur Jörunds- son lét sig ekki vanta. Leikkon- an María Birta var stórglæsileg, Rassi Prump var hress, Sverrir Bergmann var einn af fulltrúum Skaga- fjarð- ar í fylgd með kær- ustunni Sigrúnu Blomsterberg og loks var Jón Gunnar Geirdal að sjálfsögðu hrókur alls fagnaðar. Öryggisgæslan í partíinu var sér á báti. Gesti komu inn í and- dyri Hótel Borgar og var fylgt þaðan í lyftu upp á fimmtu hæð. Gestalistinn var nán- ast meitlaður í stein og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fékk Björk, skærasta íslenska tónlistar- stjarna Íslandssögunnar, að kenna á því. Hún var á lista ásamt þremur gestum, en mætti með sex. Dyra- vörður ætlaði ekki að láta það yfir sig ganga og hringdi í yfirvaldið og spurði hvað ætti að gera í málinu. Hann fékk þau fyrirmæli að líta framhjá þessum talningarmistök- um og hleypa vinum Bjarkar inn. atlifannar@frettabladid.is Svíturnar á Hótel Borg lagðar undir partí BROSTI BREITT Lilja Ingibjargar mætti með sparibrosið. SKYTTURNAR ÞRJÁR Stúlkurnar í The Charlies mættu að sjálfsögðu í partíið og skemmtu sér vel. TVEIR LEIKMENN Gaui litli og Jón Gunnar Geirdal stilltu sér upp. Jón Gunnar skartar hér glæsilegu húðflúri. FJÖR Daníel Ágúst lét sér ekki leiðast á Borginni. STRÁKARNIR Á BORGINNI Rassi Prump ásamt Jónsa og Alex, kærasta hans. PRÓTÍNBRÆÐUR Arnar Grant og Ívar Guðmunds- son hækkuðu vöðvastuð- ulinn í partíinu. FÖNGULEG FLJÓÐ Ásgeir Kolbeins var í sínu náttúru- lega umhverfi á Hótel Borg í félagsskap föngulegra stúlkna. MYNDIR/JÓI KJARTANS STRÁKAR! JÓLAGJÖFIN HENNAR FÆST HJÁ EMAMI Verslanir EMAMI Kringlunni s: 5717070 Laugavegi 66 s: 5111880 Þar að auki fær hún aukapakka því frír bolur eða leggings fylgir með öllum kjólum til jóla. w w w .e m am i.i s

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.