Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2010, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 21.12.2010, Qupperneq 58
54 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Ashton Kutcher er ekkert í sér- staklega góðum málum þessa dag- ana, en meint hjákona hans hefur nú sett peysu í sölu á eBay sem hún segir að sé af leikaranum. Sögusagnir þess efnis að Kutcher hafi átt einnar nætur gaman með hinni 21 árs gömlu Brittney Jones komu upp í sept- ember. Hún hefur nú sett peysuna á eBay en uppboðsverðið hefst í 500 dölum, sem gera tæpar 59.000 krónur. Hún setur einnig inn skila- boðin: „Ég fékk þessa peysu að gjöf eftir að hafa eytt nótt með Ashton. Hún tengist mér ekki lengur á neinn hátt en ég vona að einhver annar geti notið hennar.“ Leikarinn þvertek- ur fyrir að hafa nokk- urn tímann átt vingott við Jones, en eins og margir vita er Kutcher kvæntur leikkonunni Demi Moore. Kutcher í klandri NEITAR ÖLLU Ashton Kutcher neitar því að hafa eytt nóttinni með Brittney Jones. Titillinn vinsælasta nafn Twitter árið 2010 fellur Justin Bieber í skaut. Það með er ljóst að nafn poppprinsins var langoftast nefnt á samskiptasíðunni. Í öðru sæti var nýkosinn forseti Brasilíu, Dilma Rousseff, og hin flippaða Lady Gaga vermdi þriðja sætið. Í fjórða sæti var svo sjálfur stofn- andi Wikileaks, Julian Assange. Vinsælastur á Twitter OFTAST NEFNDUR Justin Bieber hreppti titilinn vinsælasta nafn Twitter-sam- skiptasíðunnar. NORDICPHOTOS/GETTY Disney-stjörnurnar Zac Efron og Vanessa Hudgens slitu nýver- ið sambandi sínu en þau höfðu þá verið saman í fjögur ár. Sam- bandsslitin áttu sér stað stuttu fyrir afmælisdag Hudgens, sem virtist þó skemmta sér vel í faðmi vina og vandamanna á skemmti- stað í Las Vegas. „Við höfum það fínt,“ sagði leikkonan þegar hún var spurð út í sambandsslitin og sam- kvæmt tímaritinu People dans- aði leikkonan langt fram á nótt með vinum sínum á 22 ára afmælis- daginn. „Þetta er búið að vera gott ár. Í fyrra vann ég mjög mikið en í ár hef ég reynt að slappa svolítið af og njóta þess að vera til.“ Sátt við sambandsslit GÓÐ Vanessa Hudgens hætti með kærasta sínum stuttu fyrir afmæli sitt. Leikarinn Matt Damon fer með eitt aðalhlutverkið í endurgerð á klassíkinni True Grit ásamt Jeff Bridges og Josh Brolin. Í einu atriði í kvikmyndinni sést Damon rassskella mótleikkonu sína, hina fjórtán ára gömlu Hailee Steinfeld. Damon á sjálfur fjórar dætur og viðurkennir að honum hafi þótt óþægilegt að leika atriðið. „Þetta er mikilvægt atriði fyrir myndina af mörgum ástæðum. Leikstjórarnir settu því stóran púða á Hailee og svo tókum við atriðið upp. Ég spurði hana hvort hún meiddi sig en hún sagðist ekki einu sinni finna fyrir þessu þökk sé púðunum,“ sagði leikarinn. Rassskellir mótleikkonu Carine Roitfeld, ritstjóri franska Vogue, mun láta af störfum í lok janúar á næsta ári. Hún hefur gegnt starfinu frá því árið 2001. Goðsögnin Carine Roitfeld er fædd í París árið 1954 og hóf feril sinn innan tískuheimsins sem fyrir- sæta átján ára gömul. Auk starfs- ins hjá franska Vogue hefur Roit- feld starfað sem blaðamaður og stílisti hjá franska Elle og sem sjálfstætt starfandi stílisti. Roit- feld vann lengi með ljósmyndar- anum Mario Testino, en hann er meðal annars frægur fyrir ljós- myndir sínar af Díönu prinsessu. Saman unnu þau meðal annars að auglýsingaherferðum fyrir tísku- húsið Gucci á tíunda áratugnum og að tískuþáttum fyrir bandaríska og franska Vogue. Roitfeld var lengi sérlegur ráð- gjafi hönnuðarins Tom Ford og vilja sumir meina að þau ætli að endurvekja samstarf sitt nú í byrj- un næsta árs en það hefur þó ekki fengist staðfest. Roitfeld hefur þó viðurkennt að hún ætli að einbeita sér að persónulegum verkefnum þegar hún hefur lokið störfum hjá Vogue. Enn hefur enginn verið nefndur sem mögulegur arftaki Roitfeld hjá Vogue en það verður án efa erf- itt að fylla það skarð enda er Roit- feld orðin hálfgerð goðsögn innan tískubransans. sara@frettabladid.is Goðsögn hættir hjá Vogue Á FREMSTA BEKK Roitfeld sat alltaf á fremsta bekk á sýningum stóru tísku- húsanna. Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Roitfeld ásamt hönnuðinum Karl Lagerfeld á balli árið 2004. Lourdes Leon, fjórtán ára gömul dóttir söngkon- unnar Madonnu, er þegar farin að láta taka til sín innan tískuheimsins og hannaði meðal annars heila fatalínu ásamt móður sinni. Stúlkan fékk leyfi til að lita á sér hárið í fyrsta sinn eftir fjórtán ára afmælisdaginn og nú virð- ist hún ekki geta hætt. „Hárið á mér er mjög dökkt þessa dagana og ég er orðin þreytt á því og langar að lita það dökkblátt. Ég er samt viss um að ég muni einnig fá leið á þeim hár- lit innan skamms. Ég sagði mömmu minni frá þessu og hún sat bara þögul og starði á mig án þess að sýna nokkur svipbrigði. Nú vitið þið hvað ég hef þurft að þola síðustu fjórtán árin,“ skrifaði stúlkan á bloggsíðu sína fyrir stuttu. Madonna er sjálf þekkt fyrir að fara eigin leiðir þegar kemur að tísku og því á Lourdes ekki langt að sækja tískuáhugann. Bláhærð Lola Fyrirsætan Georgia May Jagger á í mestu vand- ræðum með að hemja fataval móður sinnar, ofurfyrirsætunnar fyrrverandi Jerry Hall. Georgia May Jagger, sem er ein af eftir- sóttustu fyrirsætunum í dag, er dóttir Hall og rokkgoðsins Mick Jagger en hún segir móður sína ekki kunna að klæða sig eftir aldri. Jagger sakar móður sína um að vera sífellt að ræna stuttum pilsum hennar og að hún geri sér ekki grein fyrir hvaða fatnaður henti rúmlegra fimmtugri konu. „Ég skammast mín oft fyrir mömmu og að hún þurfi alltaf að reyna að klæða sig eins og hún gerði þegar hún var tvítug,“ lætur Jagger hafa eftir sér. GLÆSILEG Roitfeld er ávallt glæsileg til fara og fylgist vel og vandlega með tískunni. NORDICPHOTOS/GETTY Bannar mömmu að vera í mínípilsum MÆÐGUR OG FYRIR- SÆTUR Georgia May Jagger er komin með nóg af fatavali móður sinnar, Jerry Hall. NORDICPHOTOS/GETTY BREYTIR TIL Lourdes Leon, dóttur Madonnu, langar að lita hárið á sér dökkblátt. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.