Fréttablaðið - 21.12.2010, Page 60

Fréttablaðið - 21.12.2010, Page 60
 21. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR vodafone.is Meiri jól, meiri jól, meiri jól Nettur snertiskjásími frá LG með 1,3 megapixla myndavél, tónlistarspilara og bluetooth tengimöguleika. Tilvalinn fyrsti sími. LG T300 0 kr. útborgun og 1.499 kr. á mán. í 12 mán. Staðgreitt: 17.990 kr. Við afborgunarverð á farsímum bætist 250 kr. greiðslugjald á mánuði. Partý Alias spilið fylgir á meðan birgðir endast Glæsilegur Google sími með Android 2,2 stýrikerfi, íslensku valmyndarkerfi og snertiskjá. Farsíminn er með 3,15 megapixla myndavél og býður upp á flýtileiðir á vefsamfélög eins og Facebook. Með símanum fylgja mánaðaráskrift að Tónlist.is og platan Best of Bang Gang. LG Optimus One 0 kr. útborgun og 4.166 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Staðgreitt: 49.990 kr. Partý Alias spilið fylgir á meðan birgðir endast Breska hljómsveitin Blur ætlar að taka upp nýja plötu á næsta ári. Þeir Damon Albarn, Alex James, Dave Rowntree og Graham Coxon hafa allir ákveðið að hitt- ast í hljóðveri í janúar og hugsan- lega kemur platan út í lok næsta árs. Þetta yrði fyrsta plata Blur með öllum upprunalegu meðlim- unum síðan 13 kom út árið 1999. Coxon hætti í sveitinni í kjölfarið en á síðasta ári sneri hann aftur og spilaði með henni á tónleikum. Fyrr á þessu ári kom svo út nýtt lag, Fool´s Day, sem fékk góðar viðtökur. Blur tekur upp plötu BLUR Albarn og félagar í Blur eru að undirbúa nýja hljóðversplötu. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan Pink á von á sínu fyrsta barni með mótorkross- kappanum Carey Hart. Söngkon- an er spennt fyrir því að verða móðir og nýverið heimsótti hún leikskóla þar sem hún horfði á börnin fara með helgileik. Pink viðurkenndi á Twitter- síðu sinni að hún hefði aldrei séð nokkuð jafn fallegt og þessa leik- sýningu. „Mér er illt í hjartanu, þetta var svo krúttlegt. Ég á eftir að verða algjör fótboltamamma, er það ekki?“ skrifaði söngkonan á síðu sína. Mjúkur rokkari Leikarinn smágerði Ed Westwick gerði allt vit- laust í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöld. Hann var kurteis á English Pub og söng lög með trúbadúr- unum, en aðgangsharðar stúlkur fengu að kynnast dólgnum Chuck Bass af eigin raun. „Þetta var mjög skemmtilegt og hann hélt lagi þrátt fyrir að vera frekar ölvaður,“ segir söngvarinn Eiríkur Hafdal um Gossip Girl- stjörnuna Ed Westwick. Westwick skemmti sér í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnu- dags og tók meðal annars lagið með Eiríki og Magnúsi bróður hans á English Pub. Westwick leik- ur skíthælinn Chuck Bass í Goss- ip Girl og virðist samkvæmt frétt- um af ferðalagi hans ekki ólíkur persónunni. Hann ku hafa verið afar dónalegur við nokkrar ungar stúlkur, hótaði einhverjum bar- smíðum en lét sér nægja að ausa svívirðingum yfir aðrar. Eirík- ur segir hann hafa verið kurteis- an inni á English Pub, en hann átti sjálfur frumkvæði að því að syngja með trúbadúrunum. „Hann sendi mér merki um að hann vildi taka í hljóðnemann,“ segir Eiríkur. „Ég var ekki lengi að hugsa og henti í hann hljóð- nemanum. Stelpurnar hópuðust í kringum hann – ég hef sjaldan séð annað eins kaos í kringum einn mann. Þetta var alveg fáránlegt.“ Westwick söng tvö lög eftir bresku hljómsveitina Oasis með Eiríki og Magnúsi. Sjálfur er hann frá Stevenage á Englandi og er söngvari hljómsveitarinnar The Filthy Youth. Samkvæmt slúðurmiðlunum vestanhafs er Westwick nýhættur með kærustunni sinni. Hún heit- ir Jessica Szohr og leikur einnig í Gossip Girl. Þau eru dugleg við að Gossip Girl dólgur söng Oasis-slagara á English Pub Ástarmál bresku fyrirsætunnar Liz Hurley eru farin að minna ískyggilega á framvindu sápu- óperu því nú þráir hún ekkert heit- ar, samkvæmt The Sun, en að snúa aftur í heitan faðm Aruns Nayar, fyrrverandi eiginmanns síns. Hur- ley fór frá Arun fyrir áströlsku krikkethetjuna Shane Warne og höfðu þau verið að hittast í rúma þrjá mánuði. Allt virtist leika í lyndi þar til breska pressan fór á kreik og afhjúpaði Warne. Í ljós kom að hann hafði reynt að stíga í vænginn við Adele Angeleri, gifta frú í Melbourne, með því að senda henni djörf smáskilaboð sem varla eru prenthæf. Hurley vill nú reyna að kveikja í gömlum glæðum hjá sínum fyrr- verandi. „Hún veit að hún var asni og hefur hringt í Arun til að iðrast og biðjast fyrirgefningar. En Arun vill ekkert með hana hafa og ætlar að ganga frá þessum skilnaði hratt og örugglega,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Sem er kannski ekkert skrýt- ið. Arun er víst kominn með nýja dökkhærða snót upp á arminn, þau snæddu saman á veit- ingastaðnum Scott‘s og kvöddu hvort annað með kossi. „ Þ ei m va rð bylt við þegar þau áttuðu sig á að einhver væri að horfa og hún stökk inn í leigubíl á meðan hann keyrði burt,“ hefur The Sun eftir sjónarvotti. Nayar hafði varað fyrrver- andi eiginkonu sína við meint- um kvennabósatilburðum Shanes Warne og nú hefur komið á daginn að hann hafði rétt fyrir sér. Sam- kvæmt áströlskum fjölmiðlum hefur Warner sængað hjá yfir þúsund konum og haldið ítrekað framhjá konu sinni, Sim- one Calla- ha n , en þau eiga saman þrjú börn. Hurley vill fá að snúa aftur heim VILL KOMA AFTUR Elizabeth Hurley vill fá að koma aftur til Aruns Nayar eftir misheppnað ástarævintýri með ástralska kvennabósanum Shane Warne. hætta og byrja saman, en íslensk- ar stúlkur veittu honum ekki bein- línis tilfinningalegt svigrúm í miðbæ Reykjavíkur. „Hver einasta stelpa í húsinu þekkti hann. Og um leið og þær sáu hann misstu þær andann,“ segir Eiríkur, sem var með gott útsýni af sviðinu á Eng- lish Pub. „Það var mikið af stelp- um þarna. Þær umkringdu hann. Myndavélar og símar fóru á loft og ég hef aldrei séð annað eins. Þetta var mjög skemmtilegt.“ Eftir flutninginn á lögunum tveim þakkaði Westwick fyrir sig, gekk út og fylgdi þá æstur stúlku- hópurinn. „Allar stelpurnar fóru á eftir honum út. Eða megnið af þeim sem voru ákafastar. Það var helvíti vont vegna þess að staður- inn tæmdist nánast. En ég reddaði því með því að tilkynna að hann hefði bara skroppið á barinn,“ segir Eiríkur. Westwick yfirgaf landið á sunnudag, eftir stutta en viðburða- ríka dvöl á Íslandi. atlifannar@frettabladid.is SYNGJANDI SJARMÖR Ed Westwick tók lagið á English Pub ásamt bræðr- unum Eiríki og Magnúsi Hafdal. Þeir fengu að kynnast kurteisari hlið leikarans, sem var einnig með dólgslæti í miðbænum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.