Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1906, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.11.1906, Blaðsíða 2
xmdanförnu höfðu svo lengi mœnt til—um margar rnargar aldir. Þvi samkvæmt spádómunum og hinum guðlegu loforðum í gamla testamentis ritningunum átti Messías aS framkvæma ná- kvæmlega samskonar kraftaverk á börnum mótlætis’ins eins og þau, er nxarg-endrtekin birtust af völdum Jesú, hvar sem hann dvaldi eða var á ferö, eftir að hann fyrir fullt og allt hafði geng- ið að vei'ki hinnar einstaklegu embættisköllunar sinnar. Máttr hans og vilji til Jtess áð líkna mönnum í sérhverri líkamlegri neyð átti að vera öllum óyggjandi fullnaðarsönnun fyrir þvi, að hann væri í alveg einstaklegum skilningi af guði sendr til þess að frelsa mannssálirnar frá syndinni. Með líknarstarfseminni hans kom guðlegr vitnisburðr til allra, sem hennar urðu að- -njótandi eöa sáu hana eða fréttu af henni, um þáð, að þar væn sá, er sendr væri hingað á jarðríki til þess að losa alla við mesta og hræðilegasta mannlífsbölið, sem til er,—ánauð og eymd synd- arinnar. í alla staði var það og eðlilegt, áð frelsarinn kœmi þannig líknandi fram andspænis sérhverju ytra böli mannlegs lífs, þar sem það er vitanlegt, að allar hörmungar og þrautir hér í mann- héimurn eru runnar inn í mannkynssöguna með syndinni, eru beinlínis eða óbeinlínis afleiðingar hennar. Um fram allt er Jesús að sjálfsögðu æfinlega um það að hugsa, að frelsa menn frá syndinni, og því verðr þáð aðal-hlutverk hinnar guðlegu köllunar hans aö prédika almenníngi orð eilífs lífs, og með hinu heilaga fórnarlífi sínu og í fylling tímans með friðþiægingar- píslum sínum og dauða fullkomnar hann það verk. Enda er einmitt þar þungamiðjan í gjörvöllum fagnaðarboðskapnum hans. En hins vegar heldr hann líknarstarfsemi s'inni fyrir mótlætisbörnin áfram jafnt og stöðugt út í opinn dauðann. Geta þá allir séð, hvílíkt stór-atrið’i samskonar starfsemi átti áð tilætlan guðs að verða í verki kristinnar kirkju og hvei-j- um einasta söfnuði þeirrar sáluhjálplegu stofnunar víðsvegar um heim á öllum timum. Ekki gat það heldr dulizt neinum, sem heyrði kenninguna hans, boðskap hans um guðs rík'i, það ei' hann var kominn til að grundvalla hér í heimi, að hann kvaddi rlla til að inna kærleiksverk af hendi, vera miskunnsamir eins og faðirinn á himnum er miskunnsamr, koma hvervetna fram and- spænis annarlegum bágindum með líknanda huga. Hann brýn- ir sterklega fyr'ir tilheyrendum sínum þá almennu skyldu, sem lærisveinum hans á að vera ljúft að rœkja, hvenær og hvar sem þeir hafa til þess tœkifœri, ekki áð eins við landa sina eða svo kallaöa vandamenn, heldr við alla undantekningarlaust. Þar næst er þess að m'innast, að eftir að Jesús hafði haldið

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.