Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1906, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.11.1906, Blaðsíða 26
28 2 alt hið lireina, alt það, sem er eins hreint og drifhvíta línið hans Vetrar, er hann breiðir það fyrst á jörðiira. En svo vill hann líka að sé mjúkt undir fæti, þegar þið lioppið cg leikið ykkur. Líka á að vera mjúkt und'ir ykkur, þegar þið veltiö ykkur eða steypiö ykkur kollhnís, eins og stundum kemur fyrir að þ'ið gerið, þegar ærslin eru í ykkur og þið þurfið að velta þeim úr ykkur. En svo býður hann ykkur líka að renna ykkur eða aka á síeöa á hvítu ábreiðunni smni. Það er ekki ónýtt. Enda lyft- ist á ykkur brúnin, þegar hann kallar til ykkar og býður ykkur út í dansinn þann með sér. Og gaman er þá, að horfa á ykkur, þegar þið þeytist á stað í veðrinu leikandi um vangana og með fcnnina fjúkandi um ykkur. Þá eru pöllarnir og lækirnir og díkin og tjarnirnar og árn- ar. Yfir þetta alt leggttr Vetur glæru, hálu brýrnar .únar. Þar haslar*j hann vkkur leikvöll. Hann veit, að þið eruð mikil á ferðinm og þurfið að ltafa nægilega rúrnt um ykkur.. Enda fá,- ist þið til þess að fara út á leikvöllinn. Það þarf ekki að dextra ykkur. En rnunð eitt: að lofa brúnum að verða nógu sterkar áður en þið farið út á þær. Þær geta svikið vkkur, ef berra Frost, scm er brúa-meistari hjá Vetri, fær ekki nægan tíma til þess að gera smíðið sitt trr.ust. Þið megiö því ekki vera of bráðlát. Það kcrnur sér stundum illa. Margt barnið hefur orðið að súpa af því. Stundum glettist A'etur til við ykkur. Tekur þá í nefið á ykkur og klípur í eyrun. Getur þá verið, að þið skælið ykkur. Viljið ekki hafa neitt meS þau atlot hans. En hann er að herða ykkur. Hann vill ekki, að neitt ykkar verði væskill. Þið v'itið. íivað væskill er. Ef ekki, þá spyrjið hann pabba ykkar. — Vetri þykir vænt um kerslu-hnokka, sem fara ekki að væla, þó ögn sé komið við þá, eða þó þe'ir lendi í snjókasti og snjóköglar lendi framan í þá. Þeir kæra sig ekki um það, herslu-hnokkarnir. Og Vetur gamli skelli-hlær, þegar þeir kinka kolli framan í hann og halda áfram snjókastinu, eins og ekkert hefSi i skor'ist. Nú. það kcmur fyr'ir, að Vetur grettir sig og lætur illa og rtkur ykkur inn. Og þá er ekki við lambiö að leika sér. Þa$ er best að hlýða honum þá undir eins og forða sér. Hann vill láta hlýða sér. Honum er ekkert um ódæl og óhlýðin börn, sem emgöngu vilja fara sínu fram. Þau hafa ilt af því að vera ó- dæl. Þau, sem hlýða, finna, að það er best—það er best að fara inn, þegar Vetur skipar. *) Býr til.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.