Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1906, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.11.1906, Blaðsíða 12
268 honum, yfirgáíu hann allir aðstoðarmenn hans og fylgjendr. Egede rita'ði konungi bœnarbréf, og hafði það þann árangr, að hann fékk 2,000 ríkisdali til trúboðsins, og tvéimr árum síðar rar styrkrinn endrnýjaðr. En sama skipið, sem kom með þær góðu fréttir, að konungr hefði veitt trúboðinu styrk, koni hka með voðalegan óbeilla- gest. Drengr, sem áðr hafði verið sendr frá Grœnlandi til Kaupmannahafnar, kom nú aftr méð bóluveikina. Drepsóttin l)i eiddist út. Einhver hinn fyrsti, sem úr henni dó, var Friðrik Kristján. Hann andaðist glaðr í trúnni á eilíft líf 14. Sept. 1733. Veikin varð voðalega skœð. Á einum stað, par sem bú- iö höf'ðu 200 fjölskyldur, lifðu ekk’i eftir bóluna nema 3. Þetta lagðist þungt á Egede, og vann hann fram yfir það, sem líkam- ltrgir og andlegir kraftar hans leyfðu, við að liðsinna hinurjt aumstöddu. Árið 1734 kom Páll Egede frá Kaupmannahöfn, þar sem hann hafði verið í 7 ár að læra til prests, og varö faðir hans honum feginn. Hans Egede bjóst þá til að fara heim til Dan- merkr og vinna þar það, er hann gæti, fyr'ir trúboðið á Grœn- kindi. En áðr en hann lagði á stað andaðist hin ágæta og vin- ia-ta kona hans. 1736 hélt hann á stað með lik konu sinnar, Ní- e:s son sinn og dœtr sínar, og kvaddi landið, þar sem hann hafði svo trúlega unnið i 15 ár. En Páll Egede hélt verkinu áfram. Þegar heim kont til Danmerkr, gat hann fengið konung til að stofna skóla til að kenna trúboðum og kennurum, og var Ege- de sjáJfr gjörðr að forstöðumanni skólans. Árið 1740 var hann giörðr umsjónarmaðr við hinn konunglega trúboðsskóla. Þetta var örðugt verk. Trúboðarnir voru ekki eins vel valdir og Egede óskaði og trúboðið gekk því ekki vel. Ágréiningr varð því milli Egede og annarra forstöðumanna skólans, sem leiddi til þess, áð Egede sagði af sér og settist að á sínu gamla he'imili. Egede hafði unnið mikið verk fyrir Grœnland. Hann hafði fullnumið mál Eskimóa. Hann útlagði nýja testamentið á mál þeirra, samdi orðabók vfir málið og málfrœði. 5. Nóv. 1758 andaðist hann, saddr lífdaga eftir göfugt dagsverk. Páll sonr hans varð þar á eftir forstöðumaðr trúbóðaskólans í Kaup- mannahöfn og leit eftir trúboðinu á Grœnlandi. Eftir að Egede feðgarnir voru burt farnir af Grœnlandi hafði trúboðið lítinn framgang fyrst um sinn. Mjög örðugt var að fá þangáð trúboða. 1786 sendi danska trúboðsfélagið þrngað 10 trúboða, en að e'ins helmingr þeirra reyndist notandi. Állskonar örðugleikar komu nú fyrir, og árið 1813 var ekki ovðinn nema einn trúboði eftir í Grœnlandi. En áriö 1844 voru

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.