Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1906, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.11.1906, Blaðsíða 30
286 Getið þið búist við því, að sú kona verði nokkurn tíma uokkttr námskona? Eg þekti greindan dreng, sem hætt'i skólanámi sínu um rniðjan skólatímann síðastliðinn vetur. Og þegar eg spurði hann, því hann hefði gert það, þá svaraði hann mér: „O, lexí- urnar voru farnar áð verða of erviðar. Og eg sá ekki neitt gagn í Því að vera að leggja alt það erviði á mig fyrir ekki neitt.“ Eigið þið von á, að þessi drengur verði nokkurn tíma mik- tll lögmaður eða læknir eða kennar’i éða prestur eða verkfræð- ingur eða mikill í nokkru, sem gott er? Eg heyrði líka annan dreng segja, sem hafði verið fenginn til þess að sópa skólann: „Ekk’i dettur mér í hug að fara að sópa óþverrann af pallinum fyrir framan skólann. Mér er ekki borgað fyrir að sópa annað en skóla-herbergið.“ ímyndið þiö ykkur, að hann komist nokkurn tíma í mildl- væga stöðu í lífinu? Auðvitað ekki! Þið eigið ekki von á neinu slíku. Og þið búist alls ekki við því, áð nokkurra þessara, se’m minst var á, verði nokkurn tíma getið að nokkru, sém nokku’ð er varið í. Ixsfið mér þá að segja við ykkur dálítið, drengir mínir og stúlk- ur, sem þið að vísu bafið heyrt oft áður, en hafið gott af að oft sé brýnt fyrir vkkur. Það er þá þetta: Það verður aldrei neitt úr þeim, sem ekki vill láta kenna sér og ekki vill lá.ta finna að við sig, og ekk’i vill þurfa að leggja neitt á sig og ekki vill vera vandlátur við sjálfan sig. Kennari, sem vandlátastur er við ykkur, er best’i vinur ykkar. Látið ykkur þykja vænt um þann, sem lætur ykkur hafa upp aftur og aftur það sama, þangað til þið kunnið það rétt og geriö það rétt. Og verið honum þakklát fyrir það. Má vera, áð þið hafið heyrt og munið söguna, sem nú kemur. SAGAN UM AGASSIZ*) OG FISICINN. Þegar Agassiz var drengur, fékk kennarinn hans honum einu s’inni fisk og sagði honum að rannsaka hann. Eftir einn *) Louis Agassiz, sveissneskur náttúrufræðingur mjög merkr. Kom t’il Bandaríkjanna 1846, þá tæplega 40 ára, en þegar oröinn frægur maður. Var upp frá því háskólakeunari við tvo merkustu háskóla Bandaríkjanna, Harvard og Cornell. Ilann dó 1873.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.