Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1906, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.11.1906, Blaðsíða 16
272 3. Sept., og var stofnað til þess af Jóhanni kaupmanni Hall- dorssyni; hiö síðara að Otto, laugardaginn 8. Sept., hjá Sig- fúsi Sigurðssyni, er lengi var í Mikley. Fjölda af gömlum kunningjuin hitti eg við bæði joessi tœkifœri mér t'il mikillar á- nœgju. Sumir af þeim höfðu áðr verið í minni éigin byggð, Nýja íslandi. Skírnarsamsæti var einnig haldið hjá Stefáni Daníelssyni a'ð Otto; en þar voru að eins nánustu ætt’ingjar. Eftir guðsþjónustu í samkomuhúsi Álftvetn’inga sd. 26. Ág. bar eg mál á það, hvort menn ekki vildi mynda söfnuð. Var því vel tekið, og tjáðu nokkrir menn sig fúsa til að vera í þeim félagskap. Fimm voru kosn'ir í nefnd til að semja frumvarp til lrga. í nefndinni voru þeir Halld. Halldórsson, Jóh. Halldórs- son, Halld. Eggertsson, Guðm. Breckmann, Kr. Breckmannn. Sú nefnd hélt fund 5 húsi hr. Halldórs Halldórssonar að Lundar mánudaginn 3. Sept. Safnaðarlagafrumvarp kirkjufélagsins var lagt til grundvallar og var því að mestu leyti fylgt. Lengra var málið ekki komið, þegar eg fór úr byggðinni; en eg vona samt, að mál þetta hafi framgang, og að þessi safnaðarbyrjun verði fyrsta sporið til varanlegar kirkjulegrar starfsemi. Mál þetta á. ýmsa ágætismenn í byggðinni að vinum, og trúi eg því staðfastlega, að blessun drottins hvíli yfir sameinuðu starfi þeirra manna. E11 kirkjufélagið þarf að gjöra sitt bezta til að hjálpa þessari góðu viðleitni. Enginn vafi er á því, að þeir, scm vilja vera í þessum söfnuði, eru ákvéðnir í því að vilja vera í kirkjufélaginu. Ekki reyndi eg neitt til að stofna söfnuð í Grunnavatns- byggðinni; en á sínum tíma verðr sú byggð með í hinu kristilega starfi voru, og á hún til þess ýmsa góða menn. Eg kom á einhverjum mesta annatíma ársins í byggðir þessar, og gekk mér þvi verr að heimsœkja menn og hitta þá heima en annars hefði orðið. En fólk gjörði sér það undan- tekningarlaust áð skyldu, að greiða götu mína á allan möguleg- an hátt. Sumir tóku sjálfa sig og hestana frá heyskapnum og óku með mig fram og aftr um byggðina, þótt þeir ætti eftir tölu- vert að heyja og grasspretta væri í rýrara lagi. Únítarar hafa töluvert mikið revnt að starfa í byggðum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.