Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1906, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.11.1906, Blaðsíða 20
276 liBiB vor. Tveir íslendingar verzla þar meö fasteignir, Jón Jónsson, Pétrssonar, frá Kolgröf í Skagafirði, og Ásgeir Hall- grímsson, Þorsteinssonar, Hallgrímssonar einhenta, ungr maör og hinn efnilegasti. Marga h'itti eg þar aöra og hefði gjarnan viljaö hvíla mig þarna á fljótsbakkanum eftir langa ferð og þreytandi, en J>aö leyfði tími og ástœður eigi. En þessarar stuttu stundar naut eg sem bezt mátti, enda var mér ekið um bœ allan og umhverfi, svo öll sú fegið, er náttúran breiðir þarna fyrir augu manns, skyldi læsa sig í huga minn. Þaðan fór eg með lestinni beint suðr til Red Deer bœjar. Þáð er all-myndarlegr bœr og umhverfið snotrt. Landslag í Alberta-fylki er ljómandi fagrt og landkostir auðsæir, >einkum að norðan. Á brautarstöð í Red Deer kom til móts við mig sveitungi minn garnall og uppeldisbróðir í sama nágrenni, Indriði Rein- holt, Friðrikssonar, frá Reykhúsum í Eyjr.firði. Hann er mynd- armaðr hinn mesti eins og hann á ætt fil, stundaði búskap nokkur ár í Red Deer nýlendunni íslenzku, >en flutti svo til bœjarins nieð sama nafni, hefir þar rekið steinhöggvaráiðn og tekið að sér húsagjörð úr grjóti og múrsteini til nokkurra ára. Heitir fé- lagi hans Þórarinn Guðmundsson, ættaðr úr Gönguskörðum, og ráðast þeir í hvert stórvirkið á fœtr öðru. Er oss íslendingum sómi eigi litill áð slíkum mönnum, er revnast öðrum fœrari til stórræða hér í þ'essu stórræðanna landi, einkuni þegar þeir um leið reynast ágætismenn í hvívetna eins og hér á sér stað. Sunnudagsmorgun 2. Sept. ókum við Indnði Reinholt langa leið út í nýlenduna íslenzku. Veðr var hið fegrsta; vel vorum við ríðandi; samferðamaðr h'inn skemmtilegasti; fegrð náttúr- unnar mikil. Eg vissi naumast af fvrr >en eg var kominn einar 2g mílur. Staðnæmdumst við hjá Ófeigi Sigurðssyni fyrstum íslenzkra bœnda og var tekið báðum höndum. Þau hjón eru ættuð úr Árnessýslu og hinn mesti sómabragr á þ.eim og heimili þeirra. Skelfing er fóstrjörð vor búin að m'issa margt af á- gætasta fólki hingað vestr. Von er þó hún sakni þess. En yndi er að hitta þaö, hvar sem leið bggr og slíkir menn eru þáð, sem gjöra garðinn frægan.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.