Sameiningin - 01.01.1907, Blaðsíða 1
Í>;mramngin.
Múnaðarrit til stuðnings lcirkju og kristindómi íslendinga.
gefið út af hcnu ev. lút. lcirkjufélagi Isl. í Vestrheimi
RITSTJÓRI JÓN BJARNASON.
21. árg. WINNIPEG, JANÚAR 1907. nr. ii.
Willicini J. Bryan, hinn alkunni stjórnmálamaðr í Banda-
ríkjunum, forsetaefni Demokrata vi'ð síðustu kosningar og vel
líklega væntanlegt forsetaefni við næstu megin-kosningar ])ar
í landi, ferðaðist í kring um jarðarhnöttinn árið, sem leið, og
kynnti sér ,þá meðal margs annars hag og horfur kristniboðsins
í heiðingjalöndunum. Um þau mál sérstaklega ritaði hann bréf
til blaðs þess, er The Commoner nefnist og út er gefið í Lincoln
í Nebraska. Er hann eigandi þess og aðal-ritstjóri. Séra Björn
B. Jónsson benti oss á þetta bréf Bryams, sem að makleg-
ieikum þykir frábærlega mikiisverðr vitnisburðr um nærri því
óviðjafnalegt stórmál frá einkar víðsýnum og skarpskyggnum
manni og sennilega algjörlega óhlutdrœgum. Séra Björn út-
vegaði oss síðan skriflegt leyfi frá áðr nefndu blaði til að birta
þetta bréf í íslenzkri þýðing í „Sam.“ Því það bréf Biu'ans eins
og öll hin bréfin, sem hann sendi blaði sínu út af langferð sinni,
er copyrighted, og má Því ekki leyfislaust endrprenta það,
hvorki á ensku, né í þýðingum á öðrum tungum. Kunnum
vér séra Birni hjartanlega þökk fyrir þennan góðvilja og þessa
fyrirhöfn.
Fyrri hlutinn af bréfi Bryans um hina kristilegu missíón út
um heiðingjalöndin birtist í þessu „Sam.“-blaði. Síðari hlutinn
kemr væntanlega í Febrúar-blaiðinu. Auðvitað má ekki heldr
án leyfi.s hluta'ðeiganda endrprenta þessa Þýðing bréfsins, sem
liér birtist.
Deilan út af ljóðakveri séra Valdemars Briem heldr áfram
í blöðunum og fœrist út. Vinr vor hr. Einar Hjörleifsson, rit-
stjóri , Fjallkonunnar“, leggr þar líka orð í belg, og virðist
suint af því, sem hann lætr þár út úr sér, all-skýrt benda til
þess, að hann sé meir og meir að hverfa í anda burt frá megin-