Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1907, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.01.1907, Blaðsíða 15
335 Svo farast orS fjjóökunnum merkismanni, sem er nákunn- ugr iþví, sem hann talar um. En hvað segja sumir þjóðmála- skörungarnir íslenzku? Þeir þekkja trúboðið ekkert af eigin sjón eða reynslu; heldr hafa þeir eftir — almenningi til fróð- ieiks og uppbyggingar — illgjarna og heimskulega sleggju- dc.ma annarra. Hafi kristnir menn þetta í huga, þegar heir heyra óvandaöa menn ófrægja heiSingjatrúboði'S og trúboSana. ÞaS málefni hefir ekki faris varhluta af ómildum sleggjudómum. Þvi þa'S er gott málefni. -----r-o—---- PASSA VANT. Fyrirlestr, sem dr. B. J. Brandson flutti í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg 22. Okt. síSastl. E:nn hinna frægustu forvígismanna lútersku kirkjunnar i Ameríku hefir sagt, aS djarfmannlegustu orðin, sem r.oCderu sinni hafi verið töluð, sé orS Jesú, þegar hann lýsti yfir því, að hann ætla.Si aS grundvalla stofnan þá, er aldrei sky.ldi undir lok líða. „Á þessari he.lu vil eg byggja mína kirkju, og hel- vítis rnakt skal aldrei á henni sigrast“—voru or'S hans til Pétrs. Aliar aðrar stofnanir líSa fyrr eSa síSar undir lok. Veldis- stólar og konungaættir, þjóSir og konungsriki renna sitt skeið oo- hverfa svo úr sögunni, en kirkja Krists, samkvæmt hans eigin orSum byggS á he’.lubjargi sannleikans, skal aldrei undir lok líSa. Þessi yfirlýsing sýnist því undraverðari og háfleygari þvi meir sem um hana er hugsaiS. Staddr á víðavangi.í lífct virtu land-i, sjálfr lítt kunnr, en þó ofsóttr, umkringdr af fáeinum iitilmótlegum lærisveinum, býSr hann dauðanum og forgengi- leikanum byrgin, og kveSst munu reisa þá stofnun, sem aldrei skuli undir lolc líSa. Á þeim tíma, er hann kom meS þessa stalðhœfing, var mann’.eg reynsla margra þúsund ára þegar bú- in að sýna, hve hverfuiir eru jafnvel hinir fegrstu ávextir mann’egrar starfsemi og mannlegs hyggjuvits. Hver stór- þjóSin hafði risið upp eftir aðra, skráS sögu afreksverka sinna og framkvæmda. og horfiS síSan af sjónarsviöinu. S’tórþjóSir Aus'.rlanda al.'ar, meS menning þeirra, heimspeki, trúarbrögS- um og listaverkum, voru horfnar óg stœrstu minnisvarSar þeirra fallnir í rústir og aS engu ocðnir. Allt, 'sem eftir var til aS minna ir.enn á hina frægu fortiS þeirra, voru nokkur brot úr sögu þeirra, dálitlar leifar af heimspeki þeirra og trúar- brögðum og rú-tir hinna risavöxnustu borga fornaldarinnar.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.