Sameiningin - 01.01.1907, Blaðsíða 16
I
336
Þaö hefði mátt með sanni segja, að sá partr heimsins, sem
menn j)á þekktu, væri einn stór grafreitr, jþar sem grafið var
allt, sem lumdruð kynslóða höfðu starfað til að framleiða; að
eins hér og hvar rústir, sem minntu á afreksverk og ifram-
kvæmdir liðinna alda. Mitt á meðal alls þess, sem minnti á fall-
feltu og hverfulleik mannJegs lífs og mannlegra framkvæmda,
er Jesús staddr, þá er hann ber fram jtá staðhœfing, að kirkja
hans skuli stöðug standa jmátt fyrir vald dauðans og hin eyði-
leggjandi áhrif tímans.
Qg nú eftir nálega tvö jnisund ár stendr kirkjan með trú
sína óspillta, lifsafl sitt óskert, bœnir sínar stígandi til hæða,
hina margföldu blessan sína og velgjörðasemi sívaxandi, og á-
setningr heinnar að leggja alian heiminn undir sig auðsærri en
nokkru sinni fyrr. Stö'ðugt fjölgar þeim, sem athvarf finna í
slcauti hennar mieð þá óbifanlegu trú í hjörtum sinum, að j)ar
sé óbilanda vígi, sem hvorki stonnar tímans né öldugangr fái
á unriið. Með Þessu er j)ó ekki sagt, að hin kristna kirkja sé
algjörlega laus við áhrif rotnunar og eyðileggingar. Eins og
fljótið, sem á upptölc í hinum hreinu lindum hæst til fjalla,
saurgast á ýmsan hátt um leið og j)að frjóvgar bakka sína, eins
verðr kriátin kirkja oft fyrir miðr heillavænlegum áhrifum.
Eins og hin skaðlegustu og- jafnvel banvænustu efni eitra einatt
hinar tærustu iindir, eins er j>ví oft varið með hina kristniu
kirkju. Eftir lengri eða skemmri tíma hreinsar lifandi vatn
burt hin óheilnæmu efni og nær að mestu leyti hinum uppruna-
lega hreinleik sínum. Hið sama sýnir sagan rð kristin kirkja
hefir gjört á umliðinum öldum. Eins og vatni J>e,si3 eða þess
fljótsins er veitt út yfir nærliggjandi hérúð og með því móti
sköpuð frjósöm og blómleg byggðarlög, jaar sem annars væri
auðn cg eyðimörk, eins er óteljandi straumum frá kirkjunni,
sem endrnœra, frjóvga og lífga, veitt út á hin hrjóstrugustu
og œgilegustu svæði mannlegs lífs.
Einn af þeim straumum er góðgjörðasemin og líknarstarf-
semin, sem frá upphafi sögu kirkjunnar hefir einkennt líf henn-
ar. Vegna þess að fátœkt, eynxl og volæði er svo algengt í
heiminum og kirkjan hefir sett sér það mark og mi’ð að bœta
úr því böli eins mikið og } hennár valdi stendr, þá hefir æfin-
lega borið tiltölu’ega mikið á þessu starfi kirkjunnar, þótt það
sé engan veginn aðal-starf hennar. Hið kristilega djákna-
embætti var stofnsett á dögum po'Stulanna, en lagðist svo aftr
niðr og var ekki endrreist fyrr en snemma á síðustu öld. Þótt
þessi djáknastarfsemi sé nú orðin ótrúlega yfirgripsmikil í öll-
um löndum heimsins, þar sem lúterska kirkjan er í mestum