Sameiningin - 01.01.1907, Blaðsíða 17
337
blóma, þá. verða menn að nnvna eftir því, að þær framkvæmdir
eru að eins lítill hluti hinnar almennu kristilegu líknarstarf-
senvi iþeirrar kirkjudeildar, fyrir utan allt það mikla sitarf, sem
miðar í sömu átt, hjá öðrurn kirkjudeildum.
Þótt aðallega sé iþáð tilgangr minn, að henda á
æfistarf þess manns,, sem mest og hezt hefir unnið
að líknarstarfsemi innan lútersku kirkjunnar hér í
Vesitrheimi, þá finnst mér það þó ekki úr vegi, þegar ti.llit
er tekið til þess, hverjir þáð eru, sem standa fyrir samkomu
þessari, að eg minnist með örfáum orðum á hið merkilega og
yfirgripsmikla starf, sem stofnun hins kristilega kvendjákna-
embættis hefir til leiðar komið á Þýzkalandi, þar sem það var
fyrst endrreist nú fyrir 70 árum. Maðr sá, sem frumkvöðull
gjörðist áð þeirri starfssmi, hót Theodor Fliedner og var lút-
erskr prestr í litlu þorpi, sem Kaiserswerth nefnist, suðvestan
til á 'Þýzkalandi, við ána Rín. Honnm ofbauð hið aumkvunar-
verða ástand á meðal sjúklinga og fátœkliinga í nágrenni hans.
Hann sá aumingjá þessa veslast upp og deyja eins og visin lauf
á haustnóttu, cft einmana og algjörfega vanrœkta. Kom hon-
um þá. til hugar, hvort hið kristna kvenfólk nútíðarinnar væri
ekki alveg eins fallið til þsss að líkna bágstöddum og hjúkra
sjúkum eivis og kvenfólki’ð í fyrstu kristni. Sjálfr var hann
rnáðr blásnauðr, og því nær allt safnaðarfólk hatis var lika fá-
toekt. En með þá sterku von í hjarta sínu, að fyrirtœkið hlyti
að bles'sast, varð niðrstaðan sú, að upp á eigiin ábyrg’ð keypti
hann hús, er nota skyldi fyrir sjúkrahæli. Þetta var í Apríl-
mánuði árið 1836, og skyldi andvirðið greitt fyrir næsta nýá.r.
30. Maí sama ár voru samþykkt og undirskrifuð lög,
er hinu kristilega djáknaembætti sky.ldi stjórnað eftir.
20. Október gaf fyrsbi kyendjákninn sig fram. dóttir
læknis eins þar í négrenninu og töluvert vön hjúkrun-
arstörfujn. Þrem dögum síðar var hið nýkeypta hús
opnað sem hæli fyrir sjúka menn og bágstadda.
Eliedner getr þess, að engin efni hafi verið til að kaupa hús-
búnað fyrir, og hafi hann því otrðið að nota gömut og hrörleg
húsgögn, sem honum voru gefin. Fyrirtœki þetta, sem byrjað
var á þennan lítilmótlega hátt, blessaðist undra-vel, því nú eru
nær 10 000 kvenmenn á Þýzkalandi. sem hafa helgað þessu
starfi krafta sína. Aðal-stofnanir félagskaparins eru um 70 að
tölu, þar á meðal hæli fvrir munaðarleysingja, hæli fyrir örv.asa
gamalmenni, skólar til að undirbúa kennara fvrir hina mörgu
barnaskóla, sem ýrnsir kristnir söfnuðir halda uppi víðsvegar
unt landið, kennslustofnanir, sem búa djáknana undir lífsstaif