Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1907, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.01.1907, Blaðsíða 14
334 and H,er People.“ í þeirri bók kemst hann meöal apnars svo að orSi, har sem hann er aíS tala um kristna trúboöiS bar í landi: „AtS mínu áliti getr engum óvilhöllum mann'i, sem kynnt hefir sér trúboðsstarfiö í ókristnum löndum, blandazt hugr um fpatS, aö þaS hefir heillavænleg áhrif á Kínverja engu sítSr en vestrlandaþjóiSirnar.-------Eg held ekki, áiJ feriSamenn cöa rit- höfundar láti trúboöana njóta sannmæl'is. Heimrinn hefir mæt- ur á Því, er kitlar tilfinningarnar, og menn gefa rneiri gaum aiS árás, sem gjöriS er á einhverja fasta stofnun eða skoiSun, sem almennt hefir veriiS i heiiSri höfö, en aiS stilíilegri og hóglegri vorn, sem haldiiS er uppi fyrir Þeim hinum sömu stofnunum eiSa hugsjónum. Ef eg, t. d., tœki undir ófrægingardómana gegn kr’istniboiSsstarfseminni, sem nú tíðkast svo mjög, jþá myndi al- menningr veita þessari bók minni miklu meiri eftirtekt en nokk- urn tíma mun reynd á veriSa.“ „Ferðamenn, sem aldrei hafa stigiiS fœti sínum á ne'inar kristniboðsstöiSvar, hafa engu aS síör ritaS bœkr fullar af að,- finnslum um starf kristniboSanna. Eg minnist tveggja eftir- tektarveröra dœma. Annar maörinn var nafnkunnr Banda- ríkjama'Sr, sem dvaldi þrjár vikur í sendisveit minni. Eg bauö honum sérstaklega aS heimsœkja trúboSsstöövarnar í Peking, en. hann afþakkaSi þaö boö. Hann haföi aJls enga þekking á trú- boðsstarfi; en í bók, sem hann gaf út, hæddist hann aö allri peirri starfsemi. Hinn maörinn var þjóSkunnr Englendingr, sem gegnt hefir sumum œðstu embættum í brezka ríkinu. Hann fór mjög höröum or'ðum um kristniboðana einu sinni í samrœSu viö mig. Eg spuröi hann aö því, hvort hann hefði nokkurn tíma heimsótt eöa kynnt sér nokkra trúboösstöS. Hann kvaöst aldrei hafa gjört það. Eg spuröi hann þá, hvernig honum væri unnt aS mynda sér rétta skoöun á því máli, án þess áö rannsaka þaö sjálfr. Þá greip vinr hans einn fram í, og bauðst til aS fara nteS hann á allar trúboösstöðvarnar í Peking; en hann kom aldrei á neina þeirra; og þegar bók hans kom út, þá var hún full af ónotum um kristn'iboSana.“------------ „Algjör fullkomnun finnst hvergi hér á jörSu; enþau kynni, stm eg hefi af trúboöunum, knýja mig til þess aö ljúka á þá miklu lofsoröi. Ari'ð 1886 kom eg sjálfr á aö kalla má hverja trúboösstöö á Kínlandsströnd, og nokkrar þar uppi í landi. Eg held, aö eg geti hlutdrœgnislaust boriö þeirn vitni. Eg komst aö þeirri niörstööu, aö trúboöarnir voru siövandir menm; að þeir i.nnu Verk sitt af einlægum áhuga; aö þeir sneru mörgum til kristnii; os- áð kenningar þeirra höföu bœtandi áhrif á siöferöi, hugarfar og andlegt líf hinna kristnuðu heiöingja.“ —

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.