Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1907, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.01.1907, Blaðsíða 31
35i þvílíkt. Þeim finst það geri þá að minni mönnum. Og hafi þeir oröiS aö gera ýmislegt af þ.essu tegi, Þá vilja þeir, þegar þeir eru orðnir „menn“ út af lífinu gleyma því. Og ef nokkur minnist á Það, eöa rninnir þá á þaö, ver'ða þeir vondir. Þeim fintst þaö skömm fyrir sig, aö nokkur skuli hugsa um þá—aðra eins rnenn!—í sambandi við önnur eins verk. En sú heimiska! Þaö er engin minkunn að því að gera neitt nema það, sem er ljótt og syndsamlegt. Allir, sem ant er urn sóma sinn, ættu áð skammast sin fyrir það. Og hver sá, sem ekki er ant um sórna sinn, er enginn maður. Við ættum að skammiast okkar fyrir ljótt og syndsamlegt oröbragð, fyrir að skrökva að náurtga okkar eða svíkja hann, fyrir að lifa eða hafa lifað í drykkjuskap eða ö'ðrum ólifnaði, fyrir að stunda eöa hafa stundað þá iðn, sem leiðir aðra út í spilling og eymd, eins og t.d. vínsala, fyrir að hafa eða hafa haft ijótt fyrir ö'ðrum og með því komið þeim til þess, sem ilt er. Fyrir alt slíkt ættum við að skammast okkar, ef við viljum vera menn. En það er líka annað, sem minkunn er að. Það er rnink- un-n að því að gera illa verk sitt. Hvað lítilfjörlegt sem það er, þá eigum við áð gera það vel. Það er sómi fyrir okkur. En ef við gerum það illa, þá er það okkur til minkunnar. Það voru einu sinni tveir lögmenn, s,em voru keppinauitar hvor annars. Annar þeirra öfundaði hinn fyrir það, að hon- um gekk betur. Og einu sinni ætlaði hann sér að sverta hann í augum fólks með því að segja vi'ð hann í áheyrn fjölda manns: „Ertu búinn að gleyma því, að þú svertir skóna hans föður míns?“—„Nei. Eg man það“—svaraði hinn rólega án þess að láta sér bykja nokkur minkunn að því að vera mintur á þetta. „En eg veit. að eg gerði það vel“—bætti hann við. Og það, sem átti að rýra álit hans, varð til þess að auka það. T’örnin mín! Hvað sem þið gerið, þá gerið það v,el. Og láti'ð vkkur ekki þvkja minkunn að neinu, nema því, sem er Ijótt, ilt og syndsamlegt. Það gerir ykkur æfinlega að minni mönnum. Qg látið ykkur vera ant um sóma ykkar. Það gera allir þeir, sem vilja vera menn. ------o------ SUNNUDAGSSKÓLAÞING á að halda í Winnipeg þriðjud. 12. Febrúar eftir hádegi og um kvöldið. Er þá niður isett fargja'd með járnbrautum fhin svo kallaða bonspiel-vikaj. Margir koma þá til Winnipeg sér til skemtunar. Ættu sunnu-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.