Sameiningin - 01.01.1907, Blaðsíða 26
346
Ættum viö ekki að vera hrædd viö hann ?
Þið eruð hrædd við suma gesti, börn; þið farið þá helst
út í horn og- feli'ð ykkur, þegar biö sjáið þá.
En við þennan ókunna og einkennilega gest eruð þið ekki
neitt lirædd. Þið fari'ð ekki í neinar felur fyrir honum. Þið
ósjálfrátt fag'nið honurn.
Það er vonin i ykkur, sem fagnar — vonin, sem gerir
gestinn í augum ykkar svo fallegan og góðan.
GOTT AR.
Það er einmitt það, sem þið viljið og vonist eftir, aö árið
verði gott. Enda viljum við það öll. Þess vegna óskuni við
hverjir öðrum góðs og blessaðs nýárs.
Þurfa nú vonir ykkar að bregðast? Nei. Og þess vegna
þurfið þið ebki að óttast nýja gestinn ókunna og einkennilega.
Hann vill vera ykkur góður gestur. Kemur einmitt í þeim
tilgangi. Er sendur a-f guði til yklcar til þess að vera ykkur
góður gestur.
Guð er góður. Og frá hohum koma að eins góðar gjafir.
Og hann gefur okkur iþær allar til þess að þær verði okkur ö!l-
um að eins til góðs.
GÓÐ BÖRN.
Undir einu er kornið, börn, hvort nýi gesturinn verður
ykkur góður gestur. G'ndir því er það komið, hvernig þið
verðið við hann. Þið sjálf berið ábyrgðina.
Þið getið látið árið verða gott. Og þið getið líka látið
það verða slæmt.
„Nú, ef það er undir okkur komið, þá verður árið gott“—
segið þið. „Við viljum, að þiað verði go|tt.“
Jæjaþá! Láti’ð það þá verða gott. Það stendur á ykkur.
Það stendur ekki á guði.
„En hvernig eigum við að fara að því, að láta árið verða
gott?“—spyrjið þið.
Hvernig eigið þ;ið að fara að því? Það skal eg feginn
segja ykkur. Þið eigið að vera góS.
„Verður árið gott þá?“ — Já. Árið verður gott þá. Al-
veg áreiðanlega gott.
„En hvernig eigum við áð vera góð?“
Mér þykir vænt um, að þið spyrjið að því. Eg skal segja
ykkur það. Þið eigið að fara vel með árið—nota pað vcl. Þá