Sameiningin - 01.01.1907, Blaðsíða 22
342
Ingvar Ásmann $i. Eitt nafn í nefndri gjafaskrá er skakkt:
Jóhanna Á. Jósefsson, á að vera Jóhann Á. Jósefsson.
S UNN UDA GSSKÓLA-LEXl UR.
Fyrsti ársfjórðungr 1907.
5. Sunnud. 3. Febr. (2. sd. í níuviknaf.J : 1. Mós. 8, 1—16
fFrelsan Nóa og hans fólks í örkinnij. — (1) Þá minntist guö
á Nóa, og öll dýrin og allan fénaðinn, sem meS honum var í
örkinni; og guö lét vind fara yfir jörðina, og vatnið sjatnáöi.
(2) Og uppsprettur undirdjúpsins luktust aftr og gluggar him-
insins og regninu linnti af himninum. (3) Og vatnið rénaði,
iþyí það rann burt mieir og meir, og þverraði eftir 150 daga.
(4) Og örkin nam staðar í sjöunda mánuði, á 17. degi mánað-
arins, á fjallinu Ararat. (5) Og vatnið var áð réna allt til hins
10. mánaðar. Á fyrsta degi mánaðarins sáust fjallatindarnir.
(6) Og það skeði eftir 40 daga, að Nói lauk upp glugga arkar-
innar, sem liann hafði gjört, (y) og lét út hrafn; hann flaug
framt og aiftr, þangað til vatnið þornaði á jöröinni. (8) Og
hann sendi út frá sér dúfu til að vita, hvort vatnið væri þverrað
á jörðinni. (9) En dúfan fann ekki hvíldarstaS fœti sínum og
hvarf til hans aftr í örkina ; því enn þá var vatn yfir allri jörð-
inni, cg hann rétti út hönd sína og tók hana til sín i örkina. (10)
Og hann beið enn aSra sjö daga og sendi svo dúfuna aftr
úr örkinni. f'nj Þá kom dúfan aftr undir kvöld, og sjá, hún
hafði afrifið viSsmjörsviSar-laufblað í nefinu. Þá sá Nói, að
vatnið var þverrað á jörðinni. (12) Og hann beið enn i sjö
aðra daga, og sendi svo frá. sér dúfuna; en hún kom ekki til
lians aftr. (13) Þegar Nói var 601 árs, á fyrsta degi hins
fyrsta mánaSar, þá þiornaði vatnið á jörSinni; og Nói tók þakið
af örkinni cg litaðist um, og sjá, jöröin var orðin þurr. (14)
Á 27. degi hins annars mánaðar var jör'öin þurr. (13) Þá talaði
guö viö Nóa og mælti: (16) Gakk þú úr örkinni, þú og kona
þín dg synir þínir og sonakonur þinar með þér.
ÓLexíu þessari til undirbúnings þarf áð kynna sér efnið í
kapítulunum tve:m næstu á undan: spilling manna, arkarsmiS-
ina og flóöiö mikla, eitinig söguefnið, sem tekr við af lexíunni:
fórn Nóa og um sáttmálsbcgann í 9. kapj. Minnistexti í sam-
bandi við lexíuna: JJjálp hinna réttlátu kerrir frá drottni; hamt
er þeirra styrkr í neyðinni fD. s. 37, 39J.
6. Sunnud. 10. Febr. fsd. i föstuinngangj: 1. Mós. 12, 1—
8 (Köllun Abrahams). — (1) Og drottinn sagði til Abrams: