Sameiningin - 01.01.1907, Blaðsíða 4
324
hópi vorum ætti aö vilja hlynna aS. Samsöngrinn síöastliöiS
sumar að Mountain meöan á kirkjuþingi stóö, sem séra H. B.
Thorgrímsen stó'S fyrir, mælir svo vel með fyrirtœkinu, aö
frekari meðmæiingar munu óþarfar.
KRISTNIBOÐID 1 HEIDIN GJALÖNDUN U M.
Eftir William J. Bryan.
Þýtt úr blaðinu The Commoner.
Copyright.
I.
í bréfum mínum áðr hefi eg að nokkru minnzt kristniboðs-
starfs þess, sem verið er að vinna í Austrlöndum, og álít eg það
mál svo mikilsvert, að rétt sé af mér að rita um það sérstakan
jþátt, einkum fyrir þá sök, að frásagnir fer'ðamanna um það eru
svo sundrleitar. Vér höfum átt fœri á að rannsaka verk hinna
ameríkönsku trúboða í Hawaii, Japan, Kórea, Kína, Singapore,
Lidlandi, Egyptalandi, Palestína og Tyrklandi. Hittum vér
menn frá nærri því öllum kirkjudeildunum, þá er riðnir eru við
aliar greinir missíónar-starfsins. Og varð niðrstaða athugana
vorra sú, að áhugi vor glœddist á þeim framkvæmdum. I
Hawaii hafa kristniböðarnir lagt undirstöðu þjóðmenningar
þeirrar, sem nú er Þar í eyjunum og haft stór-mikil áhrif til
góðs á þarlent fólk.
í Japan hefir kristniboðsstarfið breiðzt út mjög fljótt, og er
það rekið á ferfaldan hátt. Trúarkennarar halda fagnaðarboð-
skapnum á lofti og mynda söfnuði. Skólakennarar vekja áhuga
fólks á menntan og koma skólastofnunum á fót. Missíónar-
læknar veita sjúklingum liknandi þjónustu og ryðja með því
móti bæði prédikurunum og kennurunum braut. Þá eru þar og
starfandi kristileg félög ungra manna og ungra kvenna, sem
haldast í hendr, og draga þau kirkjulýðinn saman og gjöra úr
honum samstœða og samvinnandi heild, þar sem ekki gætir
neins sérkreddu-eðlis. Með því að almennings-frœðsla í Japan
af hálfu ríkisstjórnarinnar hefir tekið svo bráðum framförum,
þá ber nokkru minna á starfsemi missíónar-skólanna þar en ella
myndi. í annan stað hefir og lyfjafrœði óðum breiðzt þar út,
og er fyrir þá sök minna tekið eftir starfi missíónar-læknanna.
En hins vegar liggr fyrir trúarkennurunum kristnu þar í landi
eins mikið starfssvæði og samskonar mönnum í nokkru öðm
landi. Japanar eru óðfluga að hverfa burt frá Búdda-trúnni,