Sameiningin - 01.01.1907, Blaðsíða 13
333
Llendinn og' íítt lesinn má sá maör vefa, sem rekr sig ekki á þá
óðru hvoru.
Þeir dómar eru heimskulegir. Því þeir eru byggðir á
bekkingarleysi; 'en allir dómar manna ætti að: vera byggSir á
sem beztri og fullkomnastri þekkingu á því máli, sem um er að
rœða. Menn ætti að gjöra sér far um, að afla sér sem nákvæm-
astrar þ ekkingar á liverju efni, áðr en þe'ir leyfa sér að dœma
uni það; annars verða dómar þeirra engum manni til uppbygg-
ingar, heldr geta þvert á móti gjört mikið ógagn, — ruglað
skoðunum manna, í stað þess að leiðrétta þær.
Og þess vergna eru líka allir sleggjudómar leiðinlegtr. Því
það er leiðinlegt að heyra menn vera að bulla um þaö, sem þeir
hafa ekki vit á.
En af hverju koma sleggjudómarnir?
Stundum koma þeir af grunnhyggni. Menn þykjast hafa
vit á því, sem þeir liafa ekki vit á; eða þeir hafa eitthvað eftir
oörum hugsunarlaust, án þess að hafa fyrir því að rannsaka
sjálfir, á hverjum rökum það er byggt.
En stundum koma þeir lílca af illgirni. Menn reyna að
kveða niðr með stórum orðum eitthvert málefni, sem þeim er
ilia við, eða gjöra tortryggilegan með órökstuddum staðhœfing-
um eiinhvern mann, sem þeir þvkjast þurfa að ná sér niðri á.
Og þeir léika þá list í því trausti, að þeir, sem orð þeirra heyra
eða lesa — að minnsta kosti einhverjir af þéim—, taki þau góð
og gild án frekari umhugsunar eða rannsóknar; og þá er til-
ganginum náð.
En óheiðarleg er sú aðferð. Og óþarfir menn eru stór-
orðir og illgjarnir sleggju-dómarar; mikið ’illt hefir af þeim
lilotizt.
Vajrdaðr maðr vill ekki lcveða upp dóma um þau efni, sem
hann skortir þekkingu til að dœma um; hann vill eklci lá.ta hafa
eftir sér annað en Þaö, sem hann getr staðið við.
Samt getr góðum mönnum stundum orðið það á aö kveða
upp sleggjudóma. Tilfinningin, kærleikrinn til einhvers gó’ðs
málefnis, ber gætnina og vitiö ofrliði; og þeir segja meira en
f.éir heföj átt að segja; — og þá iðrar þess stundum eftir á.
Fn venjulega eru samt sleggju-dómararnir vitgrannir menn, eða
óvandaðir. Og oftast munum vér sjá sleggjuna reidda að ein-
hverju, sem er gott, — og ekki verðr með röksemdum grandað.
Eg skal tilfœra eitt dœmi.
Maðr er nefridr Charles Denbv. Hann hefir lengi verið
sendiherra Bandaríkjanna í Kína og er talinn mesti ágætismaðr.
Iiann hefir nýlega gefi'ð út bók um Kína, sem heitir: „China