Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1907, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.01.1907, Blaðsíða 28
34§ öllu niiatarlaiiiS; faðir jninn er dáinn fyrir þremur vikum; og- systkin mín ung liafa lengi einskis neytt. Eg gat ekki staöist aö sjá móöur mína gráta, og því hljóp eg aö heiman, og hef eg marga hjálpar beöiö, en hjá flestum fengið að ieins atyröi. Bóndi einn gaf mér í gær-morgun matarbita einn, en síðan hef eg- ekkert fengiö.“ Kaupmaður komst vi'ð af sögu drengsins, sem bæði var barnsleg og hispurs’aus. líann tók nokkra peninga upp úr vasa sínum og mælti til drengsins: „Þarna hefur þú hálft gyll- ini; hlauptu til bakarans á næsta strætishorni, og kauptu brauð fyrir helming gyllin'isins hlanda þér cg systkinum þínum, en af- ganginn færir þú mér aftur.“ „Guð mun umbuna yöur góð- semd yðar“—sagði drengurinn, og þaut þegar á braut. „Átt- skildingur hefði verið nóg“ — muldraði skrifarinn. „Nú hlær hann að yður, og hleypur burt me'ð alla peningana, og hirðir ekkert um, hvað þér sögðuð honum.“ „Það gerir hann ekki“—mæliti kaupmaður. ,,Hann lítur út til að vera oíf vand- aður til þess.“ Ekki leið langt um áður drengurinn kom hlaupandi sem fætur toguðu og hélt á stóru rúgbrauði í annarri hendi, en Péning-aleifaraar í hinni. „Hér eru peningarnir, herra roinn!“—mælti hann með öndina í hálsinum af mæði. Því næ»t beiddi hann um hníf,svo að hann gæti skorið sér eina brauð- sneið. Skrifaranum tók að snúast hugur og léði hann honum sjálfskeiðing sinn. Drengurinn skar sér eina sneið af brauð- inu, en lagöi þá ai,t í einu frá sér braúðið og hnífinni, lagði saman hendur sínar og mælti fram með andakt þessa hina stuttu borðbæn: „Kom þú, drottinn Jesús, og vertu gestur minn, og blessa það, sem þú hefir gefið mér.“ Þessi hrein- skilni og guðrækni fékk mjög á kaupmanninn; ósjálfrátt lagði hann saman hendur sínar, og mintist með innilegri þakklátsemi æsku sinnar; því að þá hafði hann sjálfur reynt mótlæti og á- hyggjur, en einnig hjálp góðra manna og blessun drottins. Hann hafði yndi af að horfa á drenginn, þar sem hann; sat og snæddi, og spurði hann nákvæmar um ástæður móður hans og sjáífs lians. Pilturinn sagði honum einlægfega frá, hvernig foreldrum hans hafði gengið, og sá kaupmaður af þiví, hve innilega ást pilturinn bar til móður sinnar og systkina, og áð hanni var röskur og fjörugur; fékk hann því enn meiri vel- vild til lians, og hugsaði með sér: „Eg er maður auðugur, og á að eins eitt barn. Piltur þessi er sjálfsagt lifandi skulda- bréf, sem drottinn hefur til þakklátsemi minnar. „Heyrðu, piltur minn!“—mælti hann þá við drenginn, „hefur þú löngun til að nema nokkuð?“ „Það vildi eg gjarnan“—svaráði dreng-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.