Lífið - 01.09.1936, Side 6

Lífið - 01.09.1936, Side 6
164 LÍFIÐ veislur, dans og fleiri þarfleysur. Væri nauðsyn- legt, að foreldrar athuguðu, hvort ekki væri hægt að stilla meira í hóf og takmarka óhófslíf barna og unglinga á öllum sviðum. En því aðeins getur eldra fólkið þetta, að það sé sjálft siðfágað, víðsýnt og kærleiksríkt. En á því er mikill misbrestur. Forráðamönnum lýðsins ber skylda til að láta sig varða m i k i ð allan hag einstaklinga þjóðfé- laganna, andlegan og líkamlegan. Þetta eru nú ýmsir forystumenn líka að reyna. En þeim verður hörmulega lítið ágengt. Forstöðumenn kvikmyndahúsanna þyrftu að sjá sóma sinn og bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Hér er að ræða um tæki, sem getur aukið menn- ingu eða ómenningu. Þess vegna ættu þeir e k k i að sýna aðrar myndir en þær, sem fræddu og göfg- uðu áhorfendur. Og um fram alt ætti að ala múg- inn svo vel upp, að hann hefði vit og festu til að a f þ a k k a lélegu myndirnar og ljótu. Stjómend- ur bæja, borga og þorpa, ættu hiklaust að banna nætursýningar, bæði í leikhúsum og kvikmynda- húsum. Æskilegt væri að snúa öðru hvoru við blaðinu og venja menn við að rísa árla úr rekkju. Væri mjög heppilegt að láta sýningar hefjast kl. 6 að morgni. Ynnist við það meira en margan grun- ar. Sýningar ættu aldrei að standa lengur yfir en eina til hálfa aðra klukkustund. Er það meira en nóg tímaeyðsla og kyrseta.Það þarf að leggja meiri áherslu á siðferðisuppeldi þjóðar vorrar. Forráða- menn hennar ættu að útvega fátæku stétt- u n u m betri aðstöðu í lífsbaráttunni. Og sérhverj-

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.