Lífið - 01.09.1936, Page 7

Lífið - 01.09.1936, Page 7
lífið 165 um er nauðsynlegt að láta sér umhugað um velferð sína og allra annara manna. Hann má ekki ganga þess dulinn, að hann verður að gera háar kröfur til sjálfs sín, ekki síður en annara. Þjóðfélagið verður að eiga stofnanir, sem annast um vanmeta börn. Það verður að skerast í leikinn og bjarga þeim börnum — sem stundum eru auð- ug að hæfileikum — er foreldrar, sakir vankunn- áttu, eru að eyðileggja. Sjálft þjóðfélag- ið verður að taka að sér börnin, sem engan annan eiga að en þjóð- f é 1 a g i ð . Það verður 'að varðveita þau, hjálpa þeim og fullkomna þau í öllu göfugu og nytsömu. Allir þurfa að vera samtaka um að vernda börn og unglinga fyrir öllu því, sem skaðlegt er. Þjóðin verður hvorki vitur, velmegandi né starfs- hæf fari uppeldi barna og unglinga í handaskolum. Munið, foreldrar, að fróðleiks- Uiolar úr ýmsum fræðigrei.num eru iéttir á vog veruleikans, móti sið- ferðisþroska og manngöfgi! Kenningaklaki kreddutrúarinnar. Munu ei glappaskot gera? Spyr mín stuttorða stakan — Þeir, sem barnsvitið bera út á kenningaklakann! St. G. St.

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.