Lífið - 01.09.1936, Side 13

Lífið - 01.09.1936, Side 13
LIFIÐ 171 ur ort marga sálma og falleg vers og lætur börnin læra þetta og syngja sem oftast“, sagði konan. Eg gekk upp á herbergi mitt, sem var vistlegt kvistherbergi í gistihúsinu, með gluggum, sem vissu að sjó. Eg var hugsi. Svo Eysteinn skólabróðir minn var orðinn baraa- skólastjóri, og hann var skáld og hann var líka trúmaður með afbrigðum. Og eg rendi huganum til þessara tveggja vetra, sem við vorum saman í skóla, og því meira sem eg rifjaði það upp fyrir mér, því meiri undrun fylt- ist eg. Ekki af því að Eysteinn var orðinn skólastjóri við bamaskóla, því það gátu allir orðið hér á landi á þeim árum, heldur yfir því, að annað tveggja átti sér áreiðanlega stað :Að eghafði verið frámunalega lítill mannþekkjari á samvistarárum okkar, eða hann hafði tekið meira en litlum breytingum síðan við vorum saman, en það voru reyndar 9 ár. Mér og sjálfsagt fleirum skólafélögum' hans, virtist hann þá ekki líklegur til þess að verða skáld, og enn síður mikill trúmaður á kirkjulega vísu. — Jæja. — Hvað um það. Eg varð þó að minsta kosti að heilsa upp á hann. Og eg hlakkaði með sjálfum mér til þess að kynnast honum á ný. Um kvöldið, þegar dagsverki okkar var lokið, lagði eg af stað til þess að heimsækja hann. Hann bjó mjög snoturlega í myndarlegu húsi á fallegum stað í þorpinu. Heimilisfólk hans var konan hans eg eitt stálpað stúlkubarn.

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.