Lífið - 01.09.1936, Page 15

Lífið - 01.09.1936, Page 15
juÍFIÐ 173 sumir í fjörunni, en aðrir á lítilli bryggju þar hjá. Þeir æptu, hlógu, biótuðu og rögnuðu á víxl, og hentu út í sjóinn. Þeir, sem í fjörunni stóðu, hlupu fram og aftur og hentu grjóti í sífellu, út á sjó- inn, í ákveðna stefnu virtist mér. Eg horfði út á sjóinn, en rúðurnar voru óhreinar — og eg hefi altaf verið nærsýnn, svo eg sá ekki vel. Loks kom eg auga á eitthvað, sem flaut æði spöl undan landi. Mér sýndist það næstum eins og haus á lítilli skepnu, en það gat ekki verið. Þá tók eg eftir því, að drengur, sem veitinga- konan átti, var kominn í strákahópinn í fjörunni. Hann virtist vera að ávíta hina, og gerði, að mér sýndist, tilraun til þess að stöðva grjótkastið. Háreystin óx. Eg heyrði illa orðaskil, en sá að tveir allstórir strákar gripu drenginn og gerðu sig líklega til þess að draga hann í sjóinn. Hann streyttist á móti, auðsjáanlega dauðhræddur. Og hæstu hrópin gat eg greint: ,,í sjóinn með hann! tJt með hann líka! Þeir eru víst bræður!“ Meira gat eg ekki greint fyrir óhljóðum. En mér heyrðist eitthvað vera öskrað um kött. Eg hugsaði ekki meira um það í svipinn, en brá mér ofan til konunnar og sagði henni, hvernig sonur hennar væri staddur. Svo fór eg aftur upp að glugganum. Það stóð heima. Konan var að senda strákunum tóninn út um opinn eldhúsgluggann. Þeir sleptu drengnum, eins og byssubrendir, og öll þvagan hljóp lítið eitt innar í fjöruna og tóku þar aftur til við grjótkastið í þetta, sem maraði þarna í sjón- m, sem mér virtist áreiðanlega vera dauður hlut-

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.