Lífið - 01.09.1936, Side 20

Lífið - 01.09.1936, Side 20
178 LÍFIÐ lýst. I sambandi við þetta tímarit, sem er framar öllu helgað hugsjónum uppeldisins, hefi eg í við- tali við sumar mæður t. d. komist að raun um, að þær skoðuðu þekkingu á sviði uppeldisins, ekki að eins ónauðsynlega, heldur blátt áfram skaðlega. Þær litu svo á, að eðlishvöt móðurinnar væri ó- skeikul og að allur fróðleikur væri háskalegur, að áhrif frá kennurum væri börnunum hættulegri en bamaveiki og mislingar. Þær létu í ljós óbeit á bamaskólum og jafnvel hatur á þeim, er hafa val- ið sér eina þá lægst launuðu stöðu, sem til er, af áhuga fyrir uppeldi og velferð barna. Þau orð, sem þær létu sér um munn fara um þessa óeigingjöm- ustu meðlimi þjóðfélagsins, barnakennarana, eru ekki prenthæf. Þær konur, sem þannig töluðu — og að jafnaði af miklum móði — voru oft mæður margra barna. Þetta virðist, ef til vill, í fljótu bragði sæta furðu. En við nánari athugun er það ekki svo. Þegar tillit er tekið til þeirrar staðreynd- ar, að fyrir 30—40 árum var uppeldisfræði að kalla má óþekt hér á landi, er síst að furða, þótfe vísindalegs uppeldis gæti lítt alment. Með því að hverfa örfá ár aftur í tímann má segja, að sama og ekkert hafi verið til um þetta efni á íslensku. Allra síðustu árin hefir þetta breyst. 1 viðbót við þá uppeldisfróðu menn, sem fyrir voru, hafa bæst á einu ári (1936) tveir dokt- orar í uppeldisvísindum. Öflugri áhugaöldu er þar með hrundið af stað. Menningartækið mesta, útvarpið, hefir verið lofsamlega tekið í þjónustu barnaverndarinnar. Ofangreindir doktorar fyrst oS

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.