Lífið - 01.09.1936, Page 21

Lífið - 01.09.1936, Page 21
LÍFIÐ 179 fremst og fleiri hafa skerpt hlustir íslenskra for- eldra, og vonandi einkum mæðranna — en í þeirra skaut fellur ábyrgð uppeldisins að miklu leyti — og vil eg nota þetta tækifæri til að þakka þessum mönnum fvrir að útbreiða þá þekkingu, sem eg tel tvímælalaust nauðsynlegri en alt annað. Svo steindautt hefir mikilvægi uppeldisins verið í hugum allrar alþýðu, að það er víst ekkert of- mælt, að síðustu 2—3 árin hafi verið meira rætt og ritað um uppeldi en öll önnur ár og aldir saman- lagt síðan ísland bygðist. Eg hefi haft tilefni til, vegna stöðugs ferðalags um landið, til sjávar og sveita, að eiga tal við svo mikinn fjölda mæðra, að eg veit ekki til, að jafn- yel nokkur einn annar maður hafi betur getað kynst hugsunarhætti íslenskra mæðra en eg hefi gert á þessu ári. Þótt meirihlutinn hafi ekki tjáð sig með öllu andvígan allri uppeldisfræðslu, eru þó þær mæður, sem hafa sýnt verulegan áhuga á bættu uppeldi, að eins undantekningar. Hundr- uð kennara, sem eg hefi átt viðræður við, stað festa þetta. En í því skyni að reyna að varpa von- arljósi yfir svona óglæsilegt viðhorf, skal það tekið skýrt fram, að elstu mæðurnar voru daufheyrðast- ar við málaleitun minni, en þær yngstu gáfu máli mínu mestan gaum, sem sýnir að áhrifa barna- skólafræðslunnar er farið að gæta hjá næstyngstu kynslóðinni; meira gætir þeirra óefað hjá þeirri yngstu; mun mest hjá þeirri næstu. 1 þessu liggur ekki einungis von, heldur jafnvel sigurvissa. Benda ber á, að alþýða flestra annara menning- 12*

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.