Lífið - 01.09.1936, Page 22

Lífið - 01.09.1936, Page 22
180 LIFIÐ arþjóða, er uppfræddari á sviði uppeldismála en íslenskur almúgi. En þó margir foreldrar, og eink- um mæðurnar, snúist öndverðar í upphafi, getur slíkt skjótt breyst; og með vaxandi, víðtækri upp- fræðslu í riti og ræðu, getur þetta verið orðið eftir fáein ár gagnstætt því, sem nú er. Þetta er því’ lík- legra, sem íslendingar telja sig allra þjóða best gáfum gædda. Hér er um einn þátt uppeldisins að ræða. Það er ósannað mál, hvort íslendingar hafa yfir hlutfallslega meiru andlegu atgerfi að ráða, af náttúrunnar hendi en aðrar þjóðir. En þeir al- ast upp við þá hugmynd, að svo sé. Og afleiðingin er vitaskuld sú, að þeir eiga hlutfallslega fleiri mentamenn, listamenn og skáld en nokkur önnur þjóð. Mentunar- og listiðkanir eru meiri með ís- lendingum en öðrum þjóðum. Annað sannar þessi árangur ekki. Alþjóða gáfnapróf — ekkert minna, gæti, ef til vill, skorið úr því. Afkomendur Grettis, Gunnars að Hlíðarenda og annara þvílíkra kunna nú á dögum ekki að beita vopnum betur en það, að naumast er sumum trú- andi fyrir exi, hvað þá byssu, af ótta við að þeir fari sér að voða. Sár og bani af byssuskotum (svo- nefndum voðaskotum) hafa verið margfalt tíðari hér en yfirleitt gerist erlendis. Þessi klaufaskapur kemur af því, að menn alast ekki upp við að nota byssur, eins og tíðkast víða erlendis, frá blautu barnsbeini, og eins og notkun sverðs og spjóts var uppeldis-atríði til forna. Öldui'mennum virðast ungir menn ekki jafnok- ar þeirra sjálfra í mannraunum. Að nokkru er

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.