Lífið - 01.09.1936, Síða 29
LÍFIÐ
187
um einstaklingum, eða þá gegn sjálfum sér, ef
svo mætti að orði komast. Lög, sem banna mönnum
eitt og annað skaðlegt athæfi, eins og t. d. hegn-
ingarlögin, eru í raun og veru verndarlög, — til-
raun löggjafans til að fyrirbyggja það, að menn
baki sér eða öðrum skaða. Þá má nefna t. d. sótt-
varnarlög, lög um eftirlit með matvælum, lög og
reglur um skipaskoðun, lög um eftirlit með vélum
og verksmiðjum, bifreiðalögin og mörg, mörg önn-
ur, sem telja mætti hér með, en sem eg sleppi í
þetta sinn. Sumir munu kannske líta svo á að lög,
sem banna mönnum ýmislegt og leggja hegningu
við ef út af er brugðið, séu sett af tómri smámuna-
semi, ef ekki af illgirni. En við nánari athugun
munu menn þó sjá, að svo er ekki, heldur að starf
löggjafans og þeirra, sem laganna eiga að gæta,
á að miða að því að fyrirbyggja lögbrotin og slys-
in, sem af þeim hljótast. Á þetta atriði vil eg leggja
mikla áherslu, því eg fyrir mitt leyti tel miklu
meira virði, ef hægt er með réttlátum og vitur-
legum lögum, fullkomnu eftirliti um, að þeim sé
hlýtt og síðast en ekki síst með skilningi almenn-
ings á nauðsyn þeirra, að koma í veg fyrir slysin,
heldur en þó þeim slösuðu sé bættur að einhverju
litlu leyti skaðinn, sem þó í mörgum tilfellum er
ekki gert og ekki hægt að gera.
En almenningur verður að vakna til skilnings á
því, að honum sé fyrir bestu að fara eftir settum
lögum og reglum, án þess koma engin lög og ekk-
ert eftirlit að notum.
Vil eg svo víkja nokkuð að einum af þeim lögum,