Lífið - 01.09.1936, Side 30

Lífið - 01.09.1936, Side 30
188 LIFII> sem sett hafa verið til verndar og öryggis almenn- ingi, en sem sennilega eru brotin allra laga mest, en það eru bifreiðalögin og tala eg þá um leið um brot á almennum umferðareglum og lögreglusam- þyktum. Allir bæir á landinu og mörg kauptún hafa sínar lögreglusamþyktir, þar sem tekin eru upp ýms ákvæði um það, sem reynslan hefir sýnt, að nauðsynlegt er að hafa sérstök ákvæði um. f lögregiusamþykt Reykjavíkur er bannað að hjóla eftir gangstéttunum, af því að slysahætta getur stafað af reiðhjólunum og gangstéttirnar eiga að vera einskonar friðarstaður fyrir gangandi fólk, börn og bamavagna. Það mætti nú ætla, að jafn sjálfsögðum fyrirmælum væri hlýtt, en svo er þó ekki; hér í Reykjavík sér maður daglega meira og minna af hjólreiðamönnum hjóla eftir gang- stéttunum og meira að segja kemur það fyrir í sjálfu Austurstræti, þar sem umferðin er þó einna mest. Þá er hjólreiðamönnum eins og öðrum bann- að að hanga aftan í bílum, en hér í Reykjavík fer ekki svo vörubíll upp Hverfisgötu eða Vesturgötu um matmálstíma, að ekki hangi aftan í honum einn eða fleiri reiðhjólamenn og þetta er gert þrátt fyrir það, þó dagblöðin flytji iðulega fréttir um það, að maður hafi slasast á hjóli af því að hann hékk aftan í bíl. Ef menn gerðu sér ljóst og legðu niður fyrir sér þá slysahættu, sem yfir þeim vofir í hvert sinn, sem þeir hanga aftan í bíl, yrði það ábyggilega til þess að þessi ósiður legðist niður. Enda þekkist slíkt athæfi hvergi nema hér á landi.

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.