Lífið - 01.09.1936, Page 32

Lífið - 01.09.1936, Page 32
190 LÍFIÐ á jörð en allar götur eru orðnar fullar af börnum. Eins og eg sagði áðan, hafa mýmörg slys hlotist af þessu og er þá börnunum venjulega kent um, en það er ekki þeim að kenna, heldur þeim fullorðnu, sem barnið elst upp hjá. Mörg af þessum börnum, ef þá ekki flest þeirra, hafa ekki hugmynd um, að þessi leikur þeirra sé bannaður og enn síður hafa þau hugmynd um þá hættu, sem yfir þeim vofir af þessum leik. Eg hefi heyrt ókvæðisorð móður dynja á lögregluþjóni fyrir það, að hann bjargaði barni hennar frá stórslysi, ef þá ekki bráðum bana, með því að taka barnið og sleðann frá bíl, er var kominn svo nærri sleðanum með barninu á, að óum- flýjanlegt slys hefði orðið. En reiði móðurinnar hefir sennilega orðið mest vegna þess, að lögreglu- þjónninn sagði, að réttast væri að fara með sleð- ann á lögreglustöðina. Börnin þurfa að fá sérstök svæði fyrir sleða- ferðir sínar, en á götunum er ekki hægt að hafa þau. I sambandi við þessi brot á umferðareglunum vil eg minnast á eitt brot á lögreglusamþyktinni, sem algengt er hér í Reykjavík, jafn skaðlegt og viðbjóðslegt og það þó er. En það er að hrista eða bursta teppi, föt, afþurkunarklúta og því um líkt út um glugga eða af svölum húsa við aðalgötur, eins og líka bannað er að gera á götunni sjálfri. En þó sér maður þetta á hverjum morgni, hér í höfuðstaðnum og það, engu síður í þeim húsum, sem kölluð eru fín hús, en þannig sett, að hægt er að gera alt slíkt portmegin. Það er t. d. ekki lengra

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.