Lífið - 01.09.1936, Síða 38
196
LÍFIÐ
eitthvað annað smávægilegt á vörupalli, en inn á
milli óbundinna tunnanna voru 3 konur. Allir geta
séð hvað frámunalega ógætilegt það er að ætla sér
að aka um 100 kílómetra vegalengd á vondum
vegi með laus olíuföt og fólk þar inn á milli.
Það þarf varla að útskýra það nánar hver hætta
stafar af þessum margvíslegu brotum á bifreiða-
lögunum og umferðareglunum, sem eg hefi nefnt.
En þegar eg sem löggæslumaður hefi fundið að
þessu við viðkomandi bifreiðarstjóra, hefir það
oft skeð, að farþegarnir hafa risið upp hver á fæt-
ur öðrum með ókvæðisorðum til mín fyrir afskifta-
semina. Eg hefi þá bent fólki á, að þessi afskifta-
semi, sem það svo kallar, væri ekki upptekin af
mér, heldur af löggjöfum þjóðarinnar og afskifta-
semin, sem það svo kallar, væri því sjálfu til
verndar.
Eg vil segja eftirfarandi til bifreiðarstjóranna:
Þið berið ábyrgð á því fólki, er þið flytjið. Ykk-
ur er umkent ef slys vill til á bifreið ykkar, hvort
sem þið eigið sök á því eða ekki. Flytjið aldrei
fólk ofan á farmi, hafið aldrei fleiri eða meira í
bifreið ykkar, en skoðunarvottorð hennar ákveð-
ur, fyllið ekki svo af bögglum eða öðru dóti frammi
í bifreiðinni, að þið ekki náið hindrunarlaust til
hemla, gætið þess, að allar þær hreyfingar, sem
þið þurfið að hafa við aksturinn, verða að vera
óþvingaðar. Athugið, að hafa keðjur á bílunum í
hálku, mörg slys hafa orsakast af því að keðjur
vantaði. Hafið öll ljós í lagi, en ekki eins og nú
er hjá mörgum aðeins eitt ljós, ýmist á hærri eða