Lífið - 01.09.1936, Blaðsíða 40
198
LIFIÐ
Þess vegna eru líka víða á vegunum sett útskot með
nokkra kílómetra millibili, til þess að bifreiðar
geti komist hver fram hjá annari. Af þessu má
sjá, að mikið má ekki út af bera með stjórn á bif-
reiðinni, svo að ekki hljótist slys af, en ökumaður
sem er undir áhrifum víns, hefir ekki þann styrk,
ekki þá sjón, ekki þá nákvæmni, sem ökumaður
þarf að hafa, og af því orsakast slysin, því ofan á
þetta bætist svo í flestum tilfellum gapalegur akst-
ur.
Nú er það sjaldan svo, þó undantekningar í þessu
sem öðru séu til, að bifreiðastjórar hafi með sér
áfengi til þess að drekka við aksturinn. Þá kem-
ur spurningin: Af hverju verða þeir þá drukknir?
Það er einmitt svar við þessari spurningu, sem eg
vil biðja lesendurna að festa sér vel í minni og
muna ávalt, er þeir ferðast í bifreiðum. Það er af
því að þeir, sem neyta víns í bifreiðum, hafa þann
ljóta sið, að halda víni að bifreiðarstjóranum, at-
hugandi ekki það, að neyti ökumaðurinn víns, er
verið að minka öryggi þeirra, sem í bifreiðinni eru
og því meira, sem ökumaðurinn drekkur, því nsei'
færast farþegarnir slysahættunni. Hvað er hægt
að gera til þess, að ökumaður ekki neyti áfengis
við akstur? Eitt mætti reyna og sennilega myndi
það í flestum tilfellum duga. Það er, að þeir af
farþegum, sem ekki vilja aka með manni, er drekk-
ur við aksturinn, taki sig saman og segi ökumann-
inum, þegar þeir verða þess varir, að hann ætlar
að neyta áfengis, að þeir fari úr bifreiðinni.ef hann