Lífið - 01.09.1936, Síða 41
LIFJÐ
199
leyfi sér að neyta áfengis, meðan hann sé við
vinnu sína.
Brot á áfengislöggjöfinni, á afurðasölulögunum
og fleiru verður ritað um síðar.
Þau margskonar brot á lögum, sem eg hefi hér
ritað um og sem, því miður, koma oft fyrir, hygg
eg að stafi meira af hugsunarleysi fólks um það,
hverjar afleiðingar það geti haft og af þekkingar-
leysi þess á lögunum, heldur en af meðfæddri löng-
un. til að brjóta lögin, að fræðsla og áminningar
gætu mikið hjálpað í þessum efnum og dregið úr
umferðaslysunum, sem allir játa að eru of mörg
og of stór. Allir ættu að geta sameinast um að
gera alt, sem í þeirra valdi stendur, til að minka
slysahættuna og auka öryggi vegfarandans.
Málvöndun.
Anda sætta bögur best,
bjartir hættir lifa.
Vanda ætti málið mest,
mjúka þætti skrifa.
Á. E.
Yfír engu að kvarta.
Engu kvarta yfir ber,
Andinn skartar fagur,
meðan hjartað í mér er,
eins og bjartur dagur!
Á. E.