Lífið - 01.09.1936, Side 42

Lífið - 01.09.1936, Side 42
LÍFIÐ Málfrelsi. Eftir próf. dr. Sig. Nordal. Próf. Nordal hefir Ijáð sig fúsan að rita fyrir þetta timarit við hentugleika. Sem stendur cr hann þegar ofhlaöinn störfum. Hann benti mér góöfúslega á að nota neðanskráða grein. Hún birtist i Lesbók Morgunbl. 1926. Er hún birt hér með leyfi ciganda Lesbókarinnar. Hún mun nú vera ófáanleg. Þykir því rétt aö birta þessa grein prófessorsins í þessu viðlesna timariti, því hún er stórmerk, eins og annað, sem eftír þennan fræga norrænufræöing liggur. Útg. Fyrir rúmu ári var háð í dagblöðum Reykjavík- ur ritdeila, sem almenna athygli vakti. — Hún spanst út af erlendum orðum í máli sjómanna: hvort tækilegt væri eða jafnvel æskilegt, að ís- lenska þau. En þegar bæjarbúar fóru að ræða málið sín á millum, bar fleira á góma. Þá var spjallað um upptöku erlendra orða í tunguna yfir- leitt, hvers virði hreinleiki málsins væri, um ný- yrðasmíð o. s. frv. í þessum umræðum virtist mér meirihlutinn vera á bandi þeirra, sem vörðu er- lendu orðin og fanst íslenskan ekki of hvít til þess að taka við fáeinum slettum af hinni miklu bif- reið nútíðarmenningarinnar. Vandlætingin fyrir málsins hönd væri að miklu leyti hótfyndni lærðra manna, einkum málfræðinga, sem vildu ,,gera sig merkilega“ og prakka óhæfum nýyrðum og úreltu torfi upp á almenning. Málfrelsið er flestum mik- ils virði. Og nú fanst mörgum manni það ekkert málfrelsi, ef hann mætti ekki láta út úr sér, það sem hann vildi, á því máli, sem honum þóknaðist.

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.