Lífið - 01.09.1936, Blaðsíða 42

Lífið - 01.09.1936, Blaðsíða 42
LÍFIÐ Málfrelsi. Eftir próf. dr. Sig. Nordal. Próf. Nordal hefir Ijáð sig fúsan að rita fyrir þetta timarit við hentugleika. Sem stendur cr hann þegar ofhlaöinn störfum. Hann benti mér góöfúslega á að nota neðanskráða grein. Hún birtist i Lesbók Morgunbl. 1926. Er hún birt hér með leyfi ciganda Lesbókarinnar. Hún mun nú vera ófáanleg. Þykir því rétt aö birta þessa grein prófessorsins í þessu viðlesna timariti, því hún er stórmerk, eins og annað, sem eftír þennan fræga norrænufræöing liggur. Útg. Fyrir rúmu ári var háð í dagblöðum Reykjavík- ur ritdeila, sem almenna athygli vakti. — Hún spanst út af erlendum orðum í máli sjómanna: hvort tækilegt væri eða jafnvel æskilegt, að ís- lenska þau. En þegar bæjarbúar fóru að ræða málið sín á millum, bar fleira á góma. Þá var spjallað um upptöku erlendra orða í tunguna yfir- leitt, hvers virði hreinleiki málsins væri, um ný- yrðasmíð o. s. frv. í þessum umræðum virtist mér meirihlutinn vera á bandi þeirra, sem vörðu er- lendu orðin og fanst íslenskan ekki of hvít til þess að taka við fáeinum slettum af hinni miklu bif- reið nútíðarmenningarinnar. Vandlætingin fyrir málsins hönd væri að miklu leyti hótfyndni lærðra manna, einkum málfræðinga, sem vildu ,,gera sig merkilega“ og prakka óhæfum nýyrðum og úreltu torfi upp á almenning. Málfrelsið er flestum mik- ils virði. Og nú fanst mörgum manni það ekkert málfrelsi, ef hann mætti ekki láta út úr sér, það sem hann vildi, á því máli, sem honum þóknaðist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Lífið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.